- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
344

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

344 VAHNARRIT GUÐBRANDS BISKUPS,

vondum mönnum sé refst, og liafa þeir harðar hefndir fengið,
sem vanrefst hafa"1.

Sjöunda bréf, um kirkjufrið.

J>að kom svo til. Hér bjó einn fátækr maðr fyrir norðan,
var eigingiptr og hafði fallið þó í hórdóm með tveimr systrum,
sat sem ósekr, og bjó vel. fá þetta kóngsbréf2 kom nú lit, að
slíkir skyldu refsast uppá lífið, varð hann skelfdr, eða honurn
var ráðlagt að íiýja híngað á dómkirkjuna í kirkjufriðar nafni,
svo sem í páfadómiuum var siðr, því að með þessháttar menn
hafði kóngsvald þá ekki par, ef þeir komust á kirkju og buðu sig
uppá náð og vald hennar. Mér var ekki um þetta, og baðst eg
þíngs. Lögmaðr kom, þíng var sett við Vallalaug, dómr útnefndr,
lögmaðr og þeir liorium fylgdu dæmdu kirkjufriðr skyldi haldast,
eins og í páfadóminum. Eg bangaði á móti: fyrst það þessir
óbótamenn væri teknir undir sverðið, þar með dæmdir líflausir i
Stóradómi, og enn nú hefði kóngl. maj. nýlega og strengilega
bífalað, að slíkir óbótamenn skyldi refsast; þar fyrir væri það í
móti Stóradómi og öllum kóngsbréfum, að þeir skyldu hér vera.
En eg náði engu svari. Og er eg sá þann ójöfnuð, skaut eg
þessu til kóngs, og hét eg að skrifa slíkt fram; lögmaðr kom þá
að mér, og bað mig að skrifa hér ekki um að því sinni, hann
vildi um hugsa sig og taka ráð, ske mætti þetta yrði
samþykki-legra; eg var Jakob, trúði þessu og skrifaði ekki eitt orð til
kóngs; svo leið vetrinn. En fyrir mina góðvild og biðlund fékk
eg það, að á næsta alþíngi samtóku þeir um þenna kirkjufrið,
mér óvitanda; eg var heima, kunni ei slíkt að varast, né neitt
mitt svar láta fram koma á því þíngi.

Hér varð mér enn á, eg skaut þessu ekki til lögréttunnar,
jjví þar hefði eg fijótan úrskurð fengið; en mér fór hér sem áðr, eg
vissi ekki af, að þeir áttu að dæma eða skikka í slíku máli, og
dæma þeim frið, sem bæði eru friðlausir eptir gömlum lögum,
þar með dæmdir líflausir í Stóradómi, og skipaðir undir refsíng
í svo mörgum kóngl. maj. bréfum og bífalníngum. Sagða eg þa

’) sbr. Réttarbót Hákonar konúngs 1305, 2. gr. (Lagas. ísl. 1, 25). —

Jónsbók í Jjjófabálki 1. kap.
’) þ. e. ruesta bréf liér að framan uin liórdóm o. s. í’rv.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0356.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free