- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
413

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VARNARRIT GUÐHRAXDS BISKUPS.

413

í Grundarþíngum 1 hdr. 60 ál. og prestinum í Grímsey 1 hdr„
sem fyrr or talið; verða það og 7 hdr. og 60 álna. í J>ingeyjar
þíngi var lagt prestinum að Garði i Kelduhverfi 1 hdr.,
prest-inum í Mývatnsþíngum 2 hdr. 60 ál., prestinum að Nesi í
Aðal-reykjadal 2 hdr., prestinum á ^óroddstað i Kinn 1 hdr. og
prest-inum á Eyjardalsá 1 lidr.; það verða og 7 hdr. og 60 álna. í>á
skyldi og Siglunes leggjast undir Kvíabekk í Ólafsfirði, og lagði
Guðbraiulr biskup presti 1 hdr. af tekjum sínum og annað
hundrað veitti hann prestinum á Fagranesi fyrst um sinn meðan
hann væri sem fátækastr.1 Hafa þá prestar í Hóla bislcupsdæmi
fengið alls 34 hdr. álna. þetta brof sýnir oss, hversu mikið
Guðbrandr lagði í sölurnar til að bæta kjör presta sinna, með
Því hann fékk þeim 6 góðar jarðir með landskuldum og leigu, og
að auk tvö hundruð álna ár hvert af sinni rentu; það sýnir oss
°g, að jafnan gengr þá að er verið, að hann fékk það samþykkt,
að öll klaustrin urðu að tolla prestum dálitlu í viðbót: klaustrið
á I>íngeyrum og klaustrið á Stað í Reyninesi mátti láta
sína jörðina hvort, en Möðruvalla og Múnkaþverár klaustr sitt
hundrað álna livort þeirra. Vér getum og ráðið af bréfi þessu,
að mörg brauð presta hafa þá vesæl verið, og hver þeirra hafi
verið lökust. En ein grein er sú í þessari tilskipun, er olli
miklum jarðaþrætum, sem og von var, því hefði henni verið
fylgt fastlega, þá hefði öld Staða-Árna runnið aptr upp á íslandi;
þessi grein er fyrsta grein tilskipunarinnar. Eigi var þó lokið
öllum málum með tilskipun þessari, 12. maí 1579 kemr bréf frá
konúngi til höfuðsmanns og beggja biskupanna um greiðslu
ölmusunnar,2 þó varð enn bið á nokkur, bar það einkum til, að
aldrei hafði verið til tekið, hvort höfuðsmaðr skyldi greiða féð
af sínum tekjum, eðr af þeim hluta, er konúngr fékk af öllum
landstekjum, eðr réttara sagt, af afgjaldi því, er höfuðsmaðr greiddi
konúngi eptir yíirumboð sitt á tekjum landsins. Konúngr skar
1JÍ’1 svo úr, að þetta fé skyldi taka af eptirgjaldinu.3 Var þá
loksins lokið þessari baráttu.

I>ótt það snerti eigi aðgjörðir Guðbrands biskups um bætr

’) Sbr. Lagas. Isl. I., 101—104.

’) Lagas. ísl. I., 107-108.

3) Sjá kóngsbréf 28. febrúar 1582; V. Hist. eccl. III., 25—20.; M. K.
II., 100.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0425.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free