Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
429
ÖRNEFNl FRÁ JÖKULSÁ í AXARFIRÐI AUSTAN AD
SKEIDARÁ,
eptir
sira Sigurð prófast Gunnarsson á Hallormstað.
Ritað í Marts 1872.
1. LANDNÁMABÓK, Khöfn 1829, 180. bls., og þar eptir;
sbr. útg. Khöfn 1845, bls. 234, o. s. frv.
Slétta heitir enn lágr og flatlendr tángi, næsta breiðr, milli
Axarfjarðar og |>istilfjarðarflóa. |>að er nú optast kallað
Melrakkaslétta.
Reistargnúpr er fjall ekki hátt, er gengr vestr í
Axarfjarð-arflóa milli Leirhafnar, innsta bæjar vestan megin á Sléttu,
og Snartarstaða, yzta bæjar í Núpasveit;er sá núpr opt
kall-aðr í Axarfirði Snartarstaðanúpr.
Núpasveit heitir bygðin austan við Axarfjörð frá Eeistarnúpi
inn til fjarðarbotns, að öðrum núpi innar, er þar gengr til
vestrs, ekki hátt fjall, milli Núpasveitar og
AxarQarðar-sveitar; það endar norðvestan megin með þvergníptu bergi,
og er urð neðan undir, en svo flatar mýrar meðfram
urð-inni, og þar niðr af sléttir árbakkar með fram Brunná, sem
alfaravegr er eptir milli sveitanna, og enginn annar. J>essi
núpr er nú kallaðr Axarnúpr, og er í munnmælum, að í
hann hafi landnámsmaðrinn sott öxina. fetta berg er rétt
innan við Axarfjarðarbotn (sem nú er), slíammt inn frá
Buðl-úngahöfn. í urðinni undir Axarnúpi er kallað
Grettis-bæli; það er blaðin tópt af laglegum steinum, svo som IV2
alin á breidd, um 2 álnir á lengd og IV2 alin á hæð, og
felldir yfir steindrángar ferstrendir, ekki næsta léttir. Svo
er hálfkrínglótt byrgi, hlaðið neðan við bælismunnann. Bælið
er uppi í miðri urð, ofan við háfan klett, er stendr neðan
til í urðinni, og er liið bezta vígi á klettinum. Ekki getr
maðr legið inni í bælinu, nema fætr standi fram úr, ofan í
grjótkvína. Hér er talað, að Grettir sterki hafi legið eitt
sumar, og hripsað plögg ferðamanna. Er sú saga ekki ó-
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>