- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
445

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÖRNEFNI FEÁ AXARFIRÐI AB SKEIÐARÁ.

445

Fáskrúðsfj örðr næstr sunnan við Reyðarfjörð. far er
all-mikil bygð og fögr á liinni nyrðri strönd, og inn af firði,
þó fjarðarnafnið virðist benda á, að fjörðrinn hafi þótt
ó-fagr í samanburði við Skrúðey — og það er hann til að
sjá af sjó. fað mun ei vera réttara nafn, sem nú er allopt
haft í daglegu tali, að nefna t Fráskrúðsfjörð", þó svo megi
kalla, að fjörðrinn gángi inn frá Skrúð(!).

Stöðvarfj örðr heitir enn næst fyrir sunnan Fáskrúðsijörð —
lítill fjörðr, en bygðin dáfögr inn af og á hinni nyrðri
strönd.

Breiðdalr bygð allbreið, er gengr norðvestr í landið inn frá
Breiðdalsfióa, suðvestan við Stöðvarfjörð. Breiðdalr skiptist
hið innra í tvo dali, Norðrdal og Suðrdal. pað er allt
Heydala-sókn.

Kl eifar-lönd og allr Breiðdalr þar upp frá — er suðr-dalrinn
i Breiðdal upp af aðaldalnum. far standa enn bæirnir
Ytri og Innri Kleif utan til í hlíðinni norðan við dalinn.
Má vera, Kleifar-lönd hafi verið hálsinn allr og fjallið
milli dalanna, og hafi Hjalti einnig numið norðrdalinn. Er
einlds getið síðar, er numið hafi þann dal, innanvið Tinnudalsá.

H valsnes-skriður heitaenn austanífjallinu, milh Breiðdals og
Stöðvai’fjarðar. J>ar er alfaravegr milli sveitanna. faðan
mun Herjólfr hafa numið inn að Ormsá. f>að er ekki
ó-líklegt, að nafnið Herjólfr sé hér rángt, en Bergólfr, sem er
neðanmáls, réttara, — því Bergólfs eða Björgólfs nafnið er
enn i ættunum á landnámsjörðum þessa Herjólfs. J>ekki
eg hvergi annarstaðar það nafn í ættum

Ormsá er lit.il þverá, sem kemr frá fjöllunuin norðaustan megin
við Breiðdal, utan við Heydala lönd.

Tinnudalsá heitir enn þverá, er kemr norðan úr fjöllum, og
fellr suðvestr í Breiðdalsá, innan við Heydala lönd.

^Stræti allt fyrir utan Gnúp". ]?að er sveigbogin strönd
utan undir fjöllunum, milli Breiðdals og Berufjarðar. Streiti

’) Bergólfr er hvergi nefndr í handritum Landnámabókar, sem kunnug
eru, en Arngrímr lærði nefnir hann í „Specimen Islandiæ Historicum"
(Hamborg 1645, 4to. bls. 78) og þaðan er nafnið komið í
neðanmáls-greinir í útgáfunni 1830. Hvaðan Arngrímr hafi haft það nafn, er
oss ekki kunnugt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0457.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free