- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
463

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

175 ÖRNEFISI FRÁ AXARFIRÐI AD SKEIÐARÁ.



Ætti þvi að standa uo g" ámilii uFljótsdais" og util
Kraka-lækjarþíngs".

Karkalækjarþings er rángt i sögunni, á að vera
Krakalækj-arþíngs. fað heíir staðið þar, sem nú heitir að þínghöfða,
innarlega í Hróarstúngu, hjá Lagarfljóti vestan megin. pví
skammt inn frá pínghöfða heitir enn Krakalækr, og upp með
læknum er framan undir ási eyðibýlið Krakagerði. Eru
forn-ar búðatóptir sunnan undir og suðvestr frá þínghöfða, ekki
fáar, en flestar eru þær smáar. Svo er og forn garðr í
món-um, ofan við höfðann og niðr að fljóti, innan við hann og
utan við, en höfðinn svo lagaðr, að hann er flatr ofan og
jafn bratt uppá hann öllum megin, svo hvergi var hægt að
koma á óvart, ef dómr var háðr uppi. fessi þíngstaðr er
svipaðr þeim, sem var að pingskálum á Eángárvöllum, nema
þar er allt stórgerðara, búðatóptir miklu stærri, og höfðinn
sjálfr miklu viðari um sig og hliðameiri. Á finghöfða uppi
mundi varla geta staðið yflr 100 manns, svo rúmt væri.
Túnga, það er Hróarstúnga, sem jafnan er kölluð Túngan, útaf

og austan við Lágheiði, milli Lagarfijóts og Jökulsár.
^eirúlfseyri. Sá bær heitir nú Geirúlfstaðir, vestan við
Skriðdalsá, yzti bær í dalnum undir vestrhlið. Má vera, að
bærinn hafi fyrr staðið niðr hjá eyrinni við ána, þó sjást
þar eigi bæjarmenjar, svo eg viti. Nú er bærinn nokkuð
lángt frá ánni, upp undir hlíð.
Bakki í Borgarfirði ber enn sama nafn. Stendr sá bær

upp frá fjarðarbotninum, undir vestrhlið.
^esjarmýri, kirkjustaðr í Borgarfirði, stendr skammt inn
frá fjarðarbotni. Sá bær var lengi nefndr af sumum
Mýra-staðr. J>að heyrði eg gamlan mann nefna staðinn, og svo
er hann nefndrí máldaga Stepháns biskups og liklega
fleir-um.

^lotrunes er yzti bær i Borgarflrði vestan megin út með firði.
Til er munnmæla saga um Snotru sækonu, sem bærinn á
að hafa dregið nafn af. Frá Snotrunesi eru þrjár
bæjar-leiðir að Desjarmýri.
^jarnarnes heitir enn sker innst í Borgarfirði, nærri leið frá
Snotrunesi að Desjarmýri. Á því er nú enginn jarðvegr og
gánga brim yfir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0475.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free