- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
493

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÖRNEFNI FRÁ AXARFIRÐI AÐ SKEIÐARÁ. 493
EPTIRMÁLI.

Fyrir rnörgum árum kom mér til hugar, að það gæti verið
þarflegt fyrir hvern þann, sem rita vildi sögu íslands, og til að
sanna, hvað rétt væri frá skýrt í sögum landa vorra, sem
ritað-ai’ eru í fornöld, að grannkunnugir menn hér á landi semdi
skýrslur um öll örnefni, sem getr um í fornum sögum hér á
landi, hver af þeim sé enn til, hvar liin muni hafa verið, sem
glötuð eru, og um það, sem mishermt er í sögunum, eða
mis-ritað um örnefni, landslag, ferðir ogþvílíkt; — bæta og við
munn-mælasögum, sem fylgja ymsum stöðum.

Eg vissi, að eg var einn af þeim niönnum, sem víðast hafa
farið hér um land, í bygðum og óbygðum, og eru nú uppi, og
eg hafði jafnan á ferðum mínum spurt kunnuga menn um margt
það, sem getr um í sögunum, og festi í minni nokkuð af
munn-mælasögum, er fylgja ymsum stöðvum. En í engum
landsQórð-uugi var eg eins kunnugr og í Austfirðínga, og svo austan til í
Þíngeyjarsýslu, þar sem eg var í æsku. því datt mér þá í hug,
að skrifa það upp sem eg gæti um ömefni hér, og
munnmæla-sögur, er þeim fylgja — en taka einúngis þau, sem Landnáma
°g Austfirðínga sögur geta um, — því þó mörg sé örnefni í
uaáldögum, þá gat eg eigi sinnt þeim, fyrir það mig vantaði
mál-dagana, enda eru örnefni þeirra hin verstu viðreignar, og fjöldi
Mrra týndr.

í>egar eg fór þá að h’ta yfir sögurnar, fann eg brátt, að mig
vantaði mikið til þess, að vera nógu kunnugr á sumum stöðum,
til að grafa upp glötuð örnefni. Skrifaði eg þá kunníngjum
minum víða um sveitir, og bað þá fræða mig um sumt, sem eg
V1ssi ekki; og þegar eg fór að nýju um sveitirnar hér
austan-lands, spurði eg að ymsu, sem mér hafði eigi liugkvæmzt áðr.
kkrifaði eg þegar sumt upp, sem eg komst eptir, og nokkrar
^unnmælasögur, en sumt geymdi eg í minni. Nú fyrir 10
ár-Um færði eg þetta saman í eitt, og rakti mig fram eptir
Land-uamu og Austfirðingasögum, som eg hafði. Yantaði mig þá
margt í, sem eg sumu bætt við síðan, en um sumt vantar
ínig enn nógan kunnugleika, og einkum vantar mig mesta fjölda
af örnefnasögum um marga staði á Austrlandi, er eiga heima
Þar sem örnefnin eru, enda snertir fjöldi þessara sagna þau
01’nefni, sem eigi eru til í fornum sögum, og ná því eigi til
Pessa máls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0505.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free