- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
502

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

502 ÖBNEFNl OG GOÐORÐ í RÁNGÁR 5ÍNGI.

Breiðabólstað í Fljótshlíð; væri það þá alveg rétt, ersegir í
Land-námu, að Sighvatr iiafi numið eða fengið land að ráði Hængs
og i lians landnámi: uJ>ríhyrníngsmörk fyrir vestan Markarfljót,
og bjó í Bólstað". Var það bæði, að Hængr hefir álitið þar
hent-uglega settan stórbæ og höfðíngjasetr, enda hefir sú raun á orðið
síðan. Við ytri merki á landnámi þessu liafa og myndazt
hreppa-mót milli Hvolhrepps og Fljótshlíðar, sem enn haldast. En
livað Einhyrningsmörk snertir, þá er ólíklegt, að Sighvatr, sem
taiinn er einn af þremr göfugustu landnámsmönnum í
Rángár-þíngi, skyldi velja sér bústað svo lángt upp til fjalla, því þó þar
í þá daga iiafi mátt lialda allgott bú, þareð þar mun þá hafa
verið sauðland gott, þá hefir þar ckki verið land fyrir stórbýli,
vegna slægnaskorts, og enn síðr, að fleiri gæti byggt í því
land-námi; en höfðíngjar vildu þá noma svo land, að þeir gæti byggt
sonum sínum og venzlamönnum af landnámi sínu. Á J>órsmörk,
er liggr austan megin Fljótsins, hérumbil á jafnri hæð frá
sjáf-armáli, sem Einhyrníngsmörk, hafa að fornu ekki heldr búið nein
stórmenni, því það er að sjá, som þeir liafi verið leysíngjar eða
undirmenn Ásgerðar, og ekki or getið, að J>órólfr bróðir hennar, sem
fór vestr — réttara er norðr, þar sem Markarfijót fellr frá
land-norðri til suðvestrs fram að Stóru-Dímon — yfir Markarfljót,
hafi gjört það að annara ráði en Ásgerðar, að nema J>órólfsfell, en
ekki leitað þar um leyfis til Hængs, þó hann tæki land fyrir
inn-an landnám Baugs. Nú liggr Einhyrníngsmörk fyrir ofan
land-nám þórólfs, og er þar miklu óbyggilegra vegna vetrarríkis og
slægnaskorts; en að Sighvatr hofði þar inn frá haft útibú eða
selstöðu, gæti verið, og það hefði orsakað mishermuna. — Njáls
saga styrkir og þessa skoðun, því þá bjuggu afkomendr Sighvats,
Sigfússynir, í þessu landnámi, ytra hluta Fljótshlíðar, og muu
fráinn hafa búið innst, á Grjótá, og áin milli Teigs og Grjótár
verið Iandamerki milfi Baugs og Sighvats. J>að er líka svo enn,
að fyrir framan J>verá liggja Breiðabólstaðar og Teigs lönd
sam-an, og liggr þar Breiðabólstaðar-land þvert fyrir framan lönd
hinna jarðanna, sem sýnir, að landnám þetta liefir verið inn að
Teigs landi að fomu. Sighvatr nam land fyrir ofan Deildará,
og bjó í Bólstað. J>etta munu flestir álíta að sé sama ogí>verá,
er nú fellr fyrir framan engjar á Breiðabólstað, og þykja þess
vegna óskiljanlegt, að Breiðabólstaðr hafi átt að fomu, svo sem
hann á enn, mikið land fyrir sunnan J>verá; en eg held, að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0514.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free