- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
509

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÖRNEFNI OG GOÐORD í RÁNGÁR I’ÍNGI.

509

kallað Kattarnef, það er norðrhornið á Seljalandsmúla. —
Selja-landsá fellr nokkru sunnar, vestr af miðjum múlanum, í fögrum
fossi, 33 faðma háum, og er hann fossa fegrstr á Suðrlandi,
næst Skógafossi. — Hvar bær Ásgerðar hafi staðið, verðr ekki
séð, hvorki af sögum eða örnefnum; hafi hún búið framan eða
vestan í Katanesi, þá hefði það verið þar, sem nú er bærinn
Hamragarðar, eða þar nálægt. £>að er líklegt, að fornmönnum, er
frá útlöndum komu, haíi þótt þar skemtilegt, að horfa á
Selja-landsfoss, Gljúfrárfoss, og fleiri smærri, buna fram af sléttri og
fagurri fjallsbrún, því enn þykir útlendum ferðamönnum þessi
sjón mjög yndisleg; en hafi hún bygt norðan i Katanesi, þá hefir
hún bygt annaðhvort á sléttum þeim, sem til forna hafa legið
norðr af Kattarnefi, sem Markarfljót hefir fyrir löngu af brotið,
eða hún hefir byggt bæinn í Dal, sem stendr upp í dalnum,
nokkru fyrir norðan Kattarnef; þó held eg þetta hvorttveggja siðr
verið hafa, heldr hafi Jörundr goði bygt fyrstr bæinn í Dal.

I>essi landnám fornmanna undir Eyjaíjöllum eru nú þannig:
landnám J>rasa er Skógasókn, Hrafns heimska Eyvindarhólasókn,
Porgeirs hörzka Steina og Holts sóknir, að fráskildum bæjum
þessum: Núpi, Hvammi og Sauðhúsvelli, sem eru í landnámi því,
er Ásgeir hélt eptir og seldi ekki forgeiri, en Stóradals sókn, að
meðtöldum þeim þrem síðastnefndu bæjum, er landnám Ásgeirs
°g Ásgerðar, og skilr Seljalandsá landnám þeirra, sem áðr er
sagt.

Ásbjörn Reyrketilsson og Steinfinnr, bróðir hans, námu land
fyrir ofan Krossá og fyrir austan Fljót; Steinfinnr bjó á
Stein-finnstöðum, og er ekki manna frá honum komið; Ásbjörn
helg-aði landnám sitt |>ór, og kallaði pórsmörk1. pað er ætlun mín,

sama, sem norðan til, eða nyrðst; en Stóra-Mörk stendr nyrðst í
hól-um þeim, er lengst gánga vestr að Markarfljóti, og Vagnhólar eru
nefndir, og hefir þá Ásgerðr kallað, eins og eg hefi áðr sagt, alla
sléttuna frá Vagnliólum fram hjá Markarfijóti, kríngum Dímon hina
minni, og fram að Seljalandsá og norðrhlutann á Seljalandsmúla:
Katanes, nú Kattarnef; en frá Vagnhólum inn að Jökulsá hafa þeir
kallað Lánganes.

) Þar það var einasta Ásbjörn, ernam syðsta hluta þórsinerkr, sem helgaði
eða gaf þór landnám sitt, þá liefir nafn þetta einkum fest sig við
þann hlutann, og helzt svo enn. En þótt hvortveggja hlutinn hafi
°Pt í fornöld verið við þór kendr, eins og höfundr Njálu gjörir, þegar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0521.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free