- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
511

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÖRNEFNI OG GOÐORD í RÁNGÁR I’ÍNGI. 511

spennti Markarfljót úr farveg sínum, fast norðr að pórólfsfelli ;
iilaup þetta hljóp fram yfir allt fellið, sem Hoftorfan or i, og
austr yfir það í Steinsholtsá, þvi falljökullinn var áðr svo vaxinn,
að hann lá fram á fellsbrúnina öllum megin, þá klaufst hlaup
þetta um Hoftorfu, svo hana skaðaði ]ítt eðr ekki, og var það
furða mikil, svo það var eins að sjá, sem gömul goðahelgi liafi
hlíft henniiþað sinn, og svo mundu þeir fornu menn hafa álitið,
hefði þetta skeð um þeirra daga.

Ásbjörn bróðir Steinfinns fékk land fyrir ofan Krossá, og
helgaði pór og kallaði pórsmörk. f>að er næstum víst, að
£>órs-mörk hefir að fornu bæði verið kallað land það, sem nú er nefnt
SVO, og líka svonefndir Almenníngar, sem liggja fyrir innan eða
austan liana, allt inn að Emstrá, sem er jökulkvísl æði stríð, er
fellr úr Eyjafjallajökli örstutta leið norðr i Markarfijót, —
Al-menningar eru nú afréttarland Holtshverfinga. — Hvar bær
Ás-þjarnar verið hafi, er bágt að segja með vissu, en líkast þyki mér
hann hafi verið á furiðarstöðum, næstum fremst og vestast á
Mörkinni — þar er nú blásið — litlu innar norðan megin
Kross-ár, en Steinfinnstaðir sunnan megin. Nokkru innar, hér um á
miðri þórsmörk hinni fornu, nú fremst á Almenníngum, i svo
nefndri Kápu, sést enn merki fyrir skálastæði og fieiri
húsa-tóptum, þar hefir fundizt sitthvað smávegis, svo sem brýni,
hríngjubrot og plata, álíka stór og manns lófi, og var höggvin
sundr um rúma a/3 parta, eu hitt heilt, og héldu srniðir þeir,
er skoðuðu þetta, að væri bóla af skildi, eða einhver
hertygja-plata, og í því blendíngr járns og kopars (bronze). far finnst
enn í sandinum mikið af beinum, bæði nauta, hrossa, sauða og
jafnvel svina, og vorið 1860 fann eg í hól þeim, er suðr er
örskammt frá bæjarstæðinu næst pröngá, og austan við svo
nefnda Grautaiiág, mannsbein blásin út úr rofi vestan í hólnum;
voru það fót- og lærleggir, viðlika stórir og meðalmanns þessa
tíma, og liöfðu fætr legið til suðvestrs ; ekki fann eg fleiri bein,
en eg var líka áhaldalaus, að grafa þar nokkuð til. petta
bæj-arstæði held eg sé Bjarnar livita, er hýsti Kára og fylgdi honum
svoaðvígi brennumanna. í Njáls sögu, 148. (149.) kap., segir svo
frá: uKári reið nú vestr fyrir Seljalandsmúla,og upp með
Markar-fljóti og svo upp í £>órsmörk; þar eru þrír bæir, er í Mörk heita
allir, á miðbænum bjó sá maðr, er Björn hét", o. s. frv. Eg lield,
að Njála segi hér rétt frá, að á pórsmörk liafi þrír bæir verið,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0523.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free