- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
538

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

538

ÖRNEFNI 06 G0Ð0RÐ í RÁNGÁR w’NGI.

liaíi staðið útibúrið, sem Hallgerðr lét stela matnum úr og
brenna.

Vestr af Iíirkjubæ við lækinn (Hróarslæk), í nesi því, sem
nefnt er Brynjunes, stendr haugr, sem líkr er fyrir, að sé
fornmaunshaugr, en engar hefi eg sagnir um, hver þar liafi
lieygðr verið1.

Skammt frá Gunnarsliolti forna er hóll einn, kallaðr
Gunnarshóll; hann var grasi vaxinn um síðustu aldamót, en
síðan hofir hann biásið rnjög, og landið þar umhveríis, og hefir
ekkert markvert fundizt í hólnum. |>að var í honum hraunklettr,
en það er ekki ætíð, þó hólar eða hæðir sé kenndar við einhvern
fornmann, að þeir liaíi þar heygðir verið; þar til geta verið
marg-ar aðrar orsakir, svo sem: að þeir, sem ekki höfðu liörg á bæ
sínum, en voru trúmenn miklir í fornum sið, hafi þá valið
viss-an stað í landeign sinni til að halda andagtar-æfíngar sínar, svo
sem lunda, steina, hóla. Auðr hin djúpuðga valdi þar til
Kross-hóla; og í steini átti að byggja fulltrúi Koðráns,’ föður I>orvalds
víðförla, og þá getr nafn fornmanna þannig liafa fost sig við staði
þessa. Skammt frá hól þessum hefir fyrir fám árum fundizt
spjót, blásið upp úr jörð, sem nú er komið til Reykjavíkr.

Upp á höfðanum, fyrir ofan bæinn í Snjallsteinshöfða, er
hæð litil eða þúfa, og þar í er blágrýtis steinn, með bandrún
klappaðri a, sem er svona í’ar grundrún þessi er S2, þa er
ei ólíklegt, að rún þessi sé fángamark Snjallsteins
Baugsson-ar, og að þetta sé legsteinn hans; sagan segir og, að þeir hafi
leiðt liann í höfðann, og vegið liann þar.

í norðr af Skarfanes-skógum, sunnan megin pjórsár, þar
sem Búrfellsháls liggr vestan eða norðan við hana, liggr pláz
það, sern kallast Kjölreka eða Kj öldragstú ngur; þar voru
að fornu skógar miklir, eins og á öllum Rángárvöllum ytri, eða
Landmannahrepp. Skarfanes-skógar voru taldir skóga mestir í

’) 1-Iaugrinn í Kirkjubæjarnesi er almennt kallaðr Brynjarshaugr.

2) Á lausu blaði með annari hencli er bandrún þessi dregin upp, og l>ar
með þetta ritað: „Stafr þessi er klappaðr á stóran blágrýtis-stein, sein
er í steinahrúgu þeirri, sem er austast á höfðanum, fyrir austan og
norðan bæinn Snjallsteinshöfða, og er i mæli að Snjallsteinn, sem þ»1’
bygði fyrstr bæinn, liggi undir hrúgunni; er ekki ólíkt, að svo se.
því þar er víðsýnt og fagrt, en ólíkara þykir þó sumir segi að hann
sö lieygðr í hól, sem er neðantil í brokkunni þar fram af".

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0550.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free