- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
562

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

562

ÖRNEFNI í BREIIDAFJARÐAR-DÖLUM.

Ormstaða, og sést þar enn glöggt urmfflQ af girðíngum og
kornsáðs-reitum.

Eldgrímsholt (Laxd. 37) heidr ennsamanafni, og liggr
sunn-an frá Kambsnesi, næst mýrum, sem gánga neðanvert upp
undir Hrútstaði.

Fábeinsá (Landn. 2,19) milli Stakkabergs og Ormstaða;
upp-tök hennar eru á íjalli uppi, úr tjörnum, og rennr í
Kvenn-hólsvog.

Fagradalsá (Landn. 2,22) rennr til vestrs eptir miðjum
Fagra-dal til sjáfar, og á eyrinni norðanvert við ósinn sjást enn
kuml þeirra, er féllu með Jpórarni krók fyrir Steinóiíi iága.
Hún hefir sín upptök undan Skeggöxl.

Fagridalr (Landn. 2,21) heita tveir bæir, sinn hvorjum megin
við á þessa, kallaðir innri og ytri.

Fáskrúð (Sturl. 4,48) heitir á sú, sem hefir upptök sín undan
svo nefndum pröskuldum á Gafifellsheiði, og fellr til sjáfar
í Hvammsfjarðar-botn milli Ljárskóga og Glerárskóga.

Fiskivötn (Grettis s. 54) heita á Arnarvatnsheiði, sem liggr
milli Borgarfjarðar og Húnavatnssýslu. — Fiskivötn á
Tvidægru eru einnig nefnd(Laxd. 57).

Garpsdalr (Landn. 2,21 ; Laxd. 34). þessi bær liggr norðan
megin við Gilsfjörð, og er nú prestssetr.

Geirmundarstaðir (Landn. 2,19). Sá bær er enn með sama
nafni, skammt fyrir neðan Skarð á Skarðströnd. — a.
Geir-mundarhaugr er þar í landaroign, utanvert við
Geirmundar-staði, og heitir nú Skiphóll. — b. Geirmundarvogr heldr
sama nafni, og er fyrir neðan bæinn.

Glerá (Sturl. 9,43). Hún hofir upptök sín úr Glerdal á
Gafi-fellsheiði, og fellr til sjáfar i HvammsQarðarbotn, milh
Magnússkóga og Glerárskóga.

Gljúfrá (sbr. bls. 325). Hún felir úr Arnardal, er enn svo
heitir, til norðrs í Hvammsijörð, og er nú kölluð
Gunnars-staða-á. Hún gjörir sýsluskipti milli Dala- og
Snæfellsness-sýslu.

Gnúpuskörð (Laxd. 32) eru í vestr að sjá frá Sælíngsdal, á
Lambadals brún þeim megin, og heitir nú liæsti núprinn
Nónborg.

Goddastaðir (Laxd. 12). Sá bær er í hlíðinni fram, Hjarðar-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0574.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free