- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
614

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594

HIRÐSTJÓRA. ANNÁLL. 614

síðan, þar eg meina Narfaá Kolbeinsstöðum vera hans ættar —
ef ekki afsprengi1).

BÓTHÓLFUK ANDRÉSSON.

Hann var norskur maður og kom út hingað með hirðstjórn
yfir alt land anno 1341. Átti hann að bjóða yfir alla leikmenn.
í>á kom og séra Áslákur kórsbróðir af Niðarósi, sendur af Páli
erkibiskupi að bjóða yfir almenning, svo vel biskupana sem aðra,
en þeir voru þá andaðir Jón Indriðason Skálholtsbiskup og Egill
Hólabiskup.

Anno 1342 giptist Bóthólfur hirðstjóri Steinunni dóttur
Glaumbæjar-Rafns Jónssonar. Stóð þeirra brúðkaup með miklum
metnaði í Glaumbæ, og var þangað boðið mönnum um alt
ísland. Glaumbæjar-Rafn druknaði á því sama ári í fjórsá.
Ei hefir Bóthólfur haft hér hirðstjórn lengur en í tvö ár. Hvort
nokkuð fólk sé af honum komið hér á landi hefi eg ei glögglega
séð, en þó meina eg að Rafn lögmaður Bóthólfsson hafi verið son
hans2), þar dóttir hans hét og Steinunn, og þykist eg ráða af
ættarnöfnunum að líafn lögmaður hafi heitið eptir
Glaumbæjar-Rafni, afa sínum, en látið dóttur sína heita eptir móður sinni.
f>essi Rafn dó anno 1390 í Lönguhlíð norður með þeim
kynstr-um, að jöiðin sprakk í sundur, og hljóp þar upp vatn í stofunni,
og sökk allur bærinn og kirkjan.

Deyði þar með Rafni lögmanni húsfreyja hans Ingibjörg
porsteinsdóttirs) og börn þeirra tvö, fórður kusi og aðrir heima-

það mun alveg rangt, sem hér stendur, að liann hafi dáið það
Hitt er efiaust réttara, sem flestir annálar segja, aö hann og Eiríkur
hafi dáið 1342.

l) Espólin minnist og á þetta (í Árb. I 74) og segir það vera tilgátu
Jóns prófasts Halldórssonar. Af Isl. Ann. (bls. 354) má þó sjá, að
Narfi á Koibeinsstöðum var Vigfúss son, því að þar er talað um
• upphlaup ok ástöður milli þeirra feðga» árið 1392. Vigfús þessi
var Flosason og hefir þvi timans vegna varla getað verið ltominn af
Katli sjálfum-

s) þetta er og efiaust (sbr. bls. 72 hér á undan og víðar).

*) Við þetta er þessi athugasemd gerð í bdr.: «Mun íngibjörg ekk’
hafa verið dóttir þorsteins lögmanns Eyjóifssonar? í máldaga
Ar-skógskirkju stendur so: (gaf) «þorsteinn lögmaður eptir dóttur sína
geldfjár kúgildi, eptir Rafn Bóthólfsson kúgildi» etc.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0626.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free