- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
625

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

hirðstjóra annáll.

625

fyrir austan.og norðan, segir Arng. í Crymogæu (p. 231), en hafði
sýslu og stærri inál um Austfirðinga og Sunnlendinga fjórðung
af hendi Magnúsar kóngs.1) Ólafur hafði og fengið sýslu og
stærri mál um Norðlendinga og Austfirðinga fjóiðunga.2) Og
þar ei finst getið hirðstjóra hér í landi, síðan Smiður var
drep-inn til 1366, þá sýnist sem þeir £>orsteinn og Ólafur hafi verið
hér í hirðstjóra stað, þar til Andrés Gíslason og Ormur
Snorra-son komu út með hirðstjórn, sem síðar segir.

Anno 1367 sigldi jporsteinn enn á ný til fundar við Magnús
kóng, sem þá sat fanginn í Stokkhólmi, í hverri ferð á
heimreis-unni 1368 hann var enn fanginn af Lybskum í Noregi næsta
dag fyrir krossmessu um vorið, og fluttur til Lybiku, hvar hann
sat í sterku varðhaldi fram til Ólafsmessu fyrri. J>ar eptir var
hann laus látinn af herrunum í Lybiku og þýzkum. Og í
þriðja sinn fangaður í Skáni3) af hertoga Hinrik og færður í
Lund. En Albert Svíakóngur gaf hann lausan og lét sína
menn fiytja hann í haldi nálægt Vaðbergshúsi í Noregi,4)

£>ar eptir anno 1369 kom hann út hingað; haíði hann þá
lögsögn yfir öllu landinu.

Anno 1375 sigldi hann og kom út ári síðar fyrir alþing;
var hann þá lögmaður norðan og vestan og það er hann 1377,
á hverju ári Ciymogæa segir hann hafi utan farið, afþví á þessu
þingi var hann vitni með Jóni ábóta o. s. frv., þá Teitur
Páls-son las utanstefnu yfir Sighvati Guðmyndssyni, Eiríki
Magnús-syni, Ólafi Péturssyni og Gunnlaugi Magnússyni, útgefna af
Magnúsi kóngi.

Anno 1378 er hann og lögmaður, því hann og Sigurður
lögmaður héldu almennilegt þing í fingey í Borgarfirði.
Flat-eyjar annáll.

Anno 1386 var hann enn lögmaður,5) sem sézt af úrskurði

’) petta er rangt, sbr. 67. bls. hér a3 framan.

3) Utanmáls í handritinu stendur með seinni hendi; «Annáll frá séra
Jóni Ásgeirssyni segir við 1364, að það hafi verið aftekið að sami
væri lögmaður og héraðsdómari.»

3) «Skáney», hdr.

) Vaðbergshús var í Hallandi. Om Hinrik þennan er löng
athuga-grein í handritinu, tekin eptir sögu Hvitfeldts, sem óþarfi þykir að
prenta hér.

) Sbr. þó 75. bls. hér að framaii.

41

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0637.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free