- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
647

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594 hirðstjóra. annáll.

647

hann siglt aptur annaðhvort anno 1420 eður 1421 *), því 1422
kom hann út aptur og Balthazar með honum í Vestmannaeyjum,
og gengu þeir þar á land, en Jón ábóti Hallfreðarson, sem sigldi
héðan með Vilchin biskupi 1405, vildi ei á land ganga, heldur
fylgdi skipinu, og ætlaði til landtöku i ferneyjarsundi. Týndist
skipið með öllum mönnum og áhöfn allri. En Hannes og
Balt-hazar fóru til meginlands og veittu þeim, sem kóngurinn hafði
veitt i lén. Varð þeim það til lítils samþykkis síðan sjálfum,
segir nýi annáll.2)

Anno 1423 er ekki Balthazar getið hér í landi, en Crymogæa
pag. 234 segir, að hann sé hér hirðstjóri þetta ár, en Hannes
varð þó hirðstjóri hér og fylgdi fast að með Jóni biskupi á
Hól-um á móti Skagfirðingum og öðrum Norðlendingum, það séra
Mikkel yrði ofíicialis, en Norðlendingar vildu hafa séra Jón
Bjarnason fyrir officialem. Urðu þeir biskup og Hannes
drjúg-ari um séra Mikkel.

Anno 1425 voru þeir báðir Hannes og Balthazar hirðstjórar
hér að eg meina. Var þá saurgað klaustrið á Helgafelli og svo
kirkjan sjálf, fyrst brotið klaustrið, þar næst kirkjan, siðan spilt
með öfundarblóði, skotinn maður í kirkjugarðinum. Gjörðu þeir
sveinar herra Hannesar Pálssonar. Var kirkjan síðan sönglaus
um tjögur ár, þar til Jón biskup Jónsson hreinsaði kirkjuna,
klaustrið og kirkjugarðinn og vigði kirkjuna anno 1429. Nokkru
þar eptir voru þeir Hannes og Balthazar fangaðir í
Vestmanna-eyjum og fluttir til Englands. Hörmuðu það fáir. Sveinar
Hannesar, sem klaustrið höfðu saurgað, sigldu ei allfáir sama
sumar með Matteó skipstjóra á því stóra skipinu. Næsta ár
eptir kom Balthazar hingað aptur, og var hann þá samþyktur
hirðstjóri af öllum. Sigldi þó samsumars til Englands á sama
skipi og hann kom hingað á. Hvað framar hefir liðið um þá
Hannes og Balthazar hefi eg ei fundið.

Um þessa tíma gjörðu engelskir hér árlega miklar óspektir

’) Utanmáls stendur með annari og nýri hendi i hdr.i 1419 sýnist
Hannes Pálsson hafa verið á Hólum um veturiun v. vit. Jóns bÍBkups
Tóvasonar p, 374.

J) þvi næst stendur milli sviga þessi viðbót með eiginhendi ritarans:
«þetta ár 1419 þ. 31. Deeember nefndi biskup Jón Hannes Pálsson

í dóm ásamt þorsteini Ólafssyni — eg meina, sem síðar varð
lög-maður — um próventu Ástríðar i VallhoUi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0659.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free