- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
653

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

654 hirðstjóiía annáll.

653

Skotar höfðu á þeim tímum hér mikla kauphöndlan, og sumir
rán og reifaraskap við marga menn, voru trássugir og óhlýðnir
kóngsins lénsmanni, guldu honum ei venjulega hafnartolla né
aðra rentu. J>ar fyrir sendi kóngurinn hingað út bréf anno
1453, og bauð íslendingum að setja sig í móti þeim. Björn
hirðstjóri var stórræðasamur og bauð sér mikið fyrst hann hafði
hér kóngsvald, og útaf einum og öðrum viðskiptum í millum
hans og Engelskra varð, að þeir drápu Björn riddara vestur i
Rifi 1467 og 7 hans menn; söxuðu hann í stykki, en höfðu
í>orleif son hans í haldi hjá sér. Ólöf leysti hann út með miklu
silfri. Var þá mjög agasamt hér í landi, sem visu hendingin
hljóðar:

Róstugt þótti i Rifi,
þá ríki Björn dó.
Hann var grafinn á Helgafelli. En það ættartölur greina, að
jörðin Máfahlíð hjá Búlandshöfða hafi verið gefin í legkaup eptir
hann til Helgafells, getur ei staðizt, því um haustið eptir hans
dauða i Vatnsfirði, miðvikudaginn fyrstan í vetri, í arfaskiptum
eptir Björn, var Máfahlíð skipt sem öðrum jörðum, og kom hún
í helming Ólafar konu hans,Löngu síðar, eður anno 1509,
seldi Björn forleifsson á Reykhólum, sonarsonur Björns ríka,
Máfahlið Halldóri ábóta á Helgafelli fyrir Látur í Aðalvík og
þar til lausafé.

Eptir það sigldi hústrú Ólöf og klagaði dráp Björns bónda

36 himdruð, og Hraun, 12 hundruð, sem liggja á Ingjaldssandi, með
tveimur kúgildum; en Örnólfur fökk honum aptur Hvalsá minni í
Hrútafirði í Bakkakirkjusókn, 10 hundruð, og Tannstaðarbakka, 24
hundruð, í Staðarkirkjusókn, og Útibleiksstaði, 16 hundruð, i
Mel-staðarkirkjusókn. Vottar voru: Jón Narfason, Halldór Sumarliðason,
Eiríkur Bjarnason, Sveinn þorgeirsson.’

’) I R er skotið hér inn langri athugagrein i meginmálið, sem tekin
er úr sögu Kristjáns fyrsta eptir Arild Hvitfeldt. þar stendur ineðal
annars, að á bréfum frá 1456 og 1457 sjáist, «að kóngs Kristjáns
• Statholder» i íslandi, Björn þorleifsson, hrepti stórviðri í hafi, svo
hann með lífsháska komst i nokkura höfn í Orkueyjum í kóngs
Kristjáns eigin landi, hvar Björn var yfirfallinn af nokkurum
Skot-um, sem tóku hann fanginn með kvinnu og fólki, en ræntu bæði
skipi og gózi.. þeim Bimi var þó slept úr haldi nokkrn seinna
fyrir milligöngu Danakóngs. Annað í þessari athugagrein snertir
ekkert efnið í annál vornm, og er því ekki prentað hér.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0665.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free