- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
662

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

654

hirðstjóiía annáll. 662

vallaeignir í miilum Grims Pálssonar og porvarðs lögmanns
og Vigfúsar hirðstjóra — síðar Jogmanns — Erlendssona.

PÉTUR KLÁUSSON.

Anno 1497 var hann hirðstjóri yfir alt ísland og beiddist
af Finnboga lögmanni á alþingi dóms kóngsins vegna, hverra
sekta Eiríkur, sonur Halldórs ábóta á Helgafelli, yrði sekur fyrir
víg Páls bónda Jónssonar á Skarði við kóngdóminn. Og í
niðurlagi dómsins stendur, að hann hafi samþykt þann sama
dóm Finnboga lögmanns. Hvorki Crvmogæa né annáll Björns á
Skarðsá geta þessara beggja hirðstjóra að nokkru. En munu
ekki báðir þessir hirðstjórar vera einn og hinn sami hirðstjóri,
þó hans föðurnafn standi einasta við þann síðara í seinna
dóm-inum, en ekki tilnafnið, en í hinum fyrra tilnafnið einasta? x)

BENEDIKT HERSTEN.2)

Anno 1499 var hann hér hirðstjóri eptir annál Björns á
Skarðsá. Anno 1500 var hann hiiðstjóri yfir altísland, og útnefndi

framan og Sýslumannaæíir I 45—47). — Til er bréf i Árnasafni
(Fase. 32, 19), sem sýnir, að Pétur hefir verið orðinn hirðstjóri
1494. í bréfi þessu, sem er dagsett á þingvöllum þriðjudaginn
næstan eptir Petri og Pauli, gefur Pétur Trúlsson hirðstjóri og
höfuðsmann yfir alt ísiand Páli Jónssyni, er ófyrirsynju Böðvar
Jóns-son í het sló, frið uppá kóngsins vegna, svo Iengi hann kemur til
kóngsins náða. (Sbr. og Hist. Eccl. IV, 172 og Esp. Árb. II 124).
Séra Jón Halldórsson og eptir honum aðrir kalla þennan hirðstjóra
Truels að eptirnafni, tn það er auðsjáanlega rangt, því bréfið er
frumbréf og maðurinn kallar sjálfan sig .petur trulson- i bréfinu.
Eg hef þó haldið Truels-nafninu, einkum vegna þess, sem hér segir
á eptir uin Pétur Kláusson.

]) Sama heldur Finnur biskup i Kirkjusögu sinni (II 246 — 47). Jón
Espólín getur þess einungis, að suin’ii ætli að báðir hirðstjóramir
sé einn og satni maðurinn (Árb. ll 132). þetta getur þó ekki
stað-izt vegna þess að Pétur Truels liét Pétur Tiúlsson íóttu nafni,
eins-og áður er á vikið, og «tilnafnið» fellur þá um koll af sjálfu sér.
Hirðstjórarnir eiga því ekkert skylt hvor við annan netna fornafnið.
— Bréf Péturs Kláussonar hefi eg ekki getað fundið i Árnasafninu.

’’■) Hann er skrifaður «Benedikt Histen» i frumbréfi á skinni í
Árna-safni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0674.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free