- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
681

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

hirðstjóka annáll. 6s1

hann kæmi laginu fyrir sig, rak lenzubroddinn í millum herða
honum og sagði, að Diðrik skyldi nvi heitast um að vinna alt
Island við sjöunda mann. Jakob, smásveinn Diðriks, 10 vetra
gamall, hafði smogið undir borðið. Sveinn vildi drepa hann,
sagði hann mundi koma þeim að óliði, en Jón sagði það skyldi
ei vera, hann væri ungur og saklaus. Sagt er að hann hafi
síðan upp málað andlits ásýnd Jóns, svo hún hafi verið í
flest-um kaupstöðum hér sunnanlands; því forðaðist Jón að koma í
nokkurn kaupstað. J>etta skéði á Laurentiusmessu dag; voru
þeir 7 eður 8, sem drepnir voru í Skálholti. Siðan voru kroppar
þeirra hafðir austur fyrir Söðlahóla, og hestar þeirra þar drepnir
og með reiðtygjum dysjaðir. Strax var maður sendur til Odda
að segja þeim Pétri Spons að koma til Hruna, því Diðrik vildi ríða
norður Kjalveg. petta undraði Pétur, og það byssa hans vildi
ekki lossa um daginn. Hann var sagður mestur skálkur afþeim
öllum. Hann hafði tjaldað í Hruna norður á túni og lagði sig
til svefns, og varð ei fyr var við, en 12 menn hlupu ofan af
hrunanum að tjaldinu, spratt upp, tók spjót og varðist drengilega.

Sá karskastur var af.....*), er Guðmundur hét, sótti að Pétri

ogvann ekki á hans hlufa, þó hann væri tygjaður, þar til einn
annar hafði öxi í höfuð honum og sagði: «Diðrik bað að heilsa
Þér, og sendi þér þetta.» Sem Pétur fékk áverkann, vildi hann
hlaupa heim í kirkjuna, en ráðsmaður séra Jóns Héðinssonar2) kom
á móti bonum í sáluhliðið og varnaði honum að ná kirkjunni,
þar til hinir komu, og unnu á honum. Fylgjari hans Hans
Witt hljóp vestur í flóðin, beiddist lífs, fékk ekki, og var þar
•hepinn. Voru þessir báðir dysjaðir norður í Litluhólum.

Um haustið vel hálfum mánuði fyrir vetur nefndi Jón
^jörnsson bóndi i umboði Erlends lögmanns f>orvarðssonar í
dóm hina helztu menn og vitrustu á þeim dögum: Pál
Vigfús-Son á Hlíðarenda, Sæmund Eiriksson í Ási, Daða
Guðmunds-son og aðra fleiri. 0g dæmdu þeir Diðrik og hans fylgjara
óbótamenn, og þá alla saklausa, sem þá hefði í hel slegið, fyrir

’) Uér er eyða í AB og handritinu nr. 51 i fjagrablaðabroti i
Rasks-safni. Hér á liklega að standa bisku ps m ö nnum , en Jón
Egils-son hefir þó innskotsgrein, er svo hljóðar: «þeir voru systra synir
Teitur i Auðsholti og liann» (þ. e. Guðmundur).

) Leiðrétt eptir Biskupaannálum Jóns Egilssonar; í hdr. stendur Jón
H éði n s s o n.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0693.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free