- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
684

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

654

hirðstjóiía annáll. 684

(en ekki 1540, svo sem stendur í Crymogæu pag. 227), sem
ljóst er af því bréfi, sem kóngleg majestet skrifaði herra Gizuri með
honum, útgefnu á þessu ári, annan dag páska, í hverju
kóngur-inn kallar hann sinn embættismann á sínu sloti Steinvígshólm;
og segist senda hann með sinni fullmakt til að halda hér
lands-þingið með andlegum og veraldlegum og að hjálpa hverjum
manni til laga og réttinda; þar með hafi kóngleg majestet
be-falað honum mórg önnur aðskiljanleg erindi og sinn vilja, sem
hann kunni sjálfur að gefa Gizuri biskupi til vitundar.
Biður því kóngurinn berra Gizur (að merkja þá svo sem sinn
helzta trúnaðarmann hér á landi) að styrkja staðfastlega
Kristó-fer Hvítfeld í öllum kóngsins erindagjörðum hér á landi, og í
þessu bréfi kallar kóngurinn Kláus von Marvitz sinn fógeta,
hvert eg hefi in originali lesið.

Kristófer Hvítfeldur kom hingað í fardögum og reið Gizur
biskup strax til fundar við hann. Og af því Gizur biskup hafði
sumarið áður kunngjört kóngi, að hann gæti hér engu til lags
eður leiðar komið um lagfæring á trúarbrögðunum fyrir
mynd-ugleik Ögmundar biskups og gömlu prestanna, sem dönsuðu
eptir hans pípu, ráðguðust þeir höfuðsmaður og biskup hér um
heimuglega. Béðist það af, að þing var sett á Kópavogi, að
birta nokkur kóngsins erindi, og á meðal þeirra voru bændur
beðnir að Ijá 13 eður 14 hesta hið snarasta, var yfirlýst, að
sækja smjör og vaðmál í Skálholt, en fiytja þangað mjöl og
malt. En þessum hestum lét höfuðsmaðurinn ríða austur til
Iljalla í Ölvesi, til að sækja Ögmund biskup. Fluttu þessir
sendimenn hann suður, og fram á slríðsskipið; var hann þá
orðinn blindur og gamall. Var honum lofað lausn, svo hann
færi ei burt úr landinu, ef hann fengi höfuðsmanninum alt sitt
gull og silfur. Og sem hann hafði látið það til, varð ekki af
lausninni að heldur, nema hann fengi kónginum til eignar alt
sitt jarðagóz. Hann gjörði svo og fékk hirðstjóra uppskript af
öllum sínum jörðum, með nafni, tölu og kúgildum; samt lenti
við sama, að hann var ekki laus látinn. Var honum fenginn
einn piltur til þjónustu, og var síðan fiuttur fram í Danmörk.
Hafði kónginum mislíkað, að þeir höfðu ónáðað hann, blindan
og gamlan, og burt flutt úr hans föðurlandi.

Á þessa árs alþingi tók Kristófer Hvítfeldur hollustueiða í
kóngsins nafni af öllum íslendingum, sem þangað komu, og
út-rétti þar í lögréttu önnur kóngsins erindi, og staðfesti þar, kóngs-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0696.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free