- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
701

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.

701

Odds lögmanns Gotttkálkssonar, varð hann lögmaður fyrir norðan
og vestan, og hélt því embætti, þar til Ormur Sturluson náði
því undan bonum til fulls.

KNÚTUR STEINSSON.

Anno 1554 var Páll Hvítfcldur höfuðsmaður hér á alþingi
að sönnu og skildi hér þá við; en strax eptir alþing, ef ekki á
alþingi, er Knútur Steinsson orðinn hér hirðstjóri og kóngsins
befalingsmaður yfir alt ísland, svo sem hann kallast í dómi
Odds lögmanns Gottskálkssonar, út nefndum á miðvikudaginn
fyrir Laurentiusmessu á Spjaldbaga í Eyjafirði á sama sumri,
eptir skipan höfuðsmannsins Knúts Steinssonar, um sifjaspell
eður blóðskömm séra Odds £3orsteinssonar frá Felli í Kollafirði;
og er héraf auðráðið, að Knútur hefir tekið hér við hirðstjórn
strax eptir Pál Hvítfeld.

Anno 1555 kom höfuðsmaðurinn Knútur Steinsson hingað,
og saman kallaði, eptir kóngsins befalingu til Bessastaða á
Jóns-messu Baptistæ báða biskupana, Ólaf Hjaltason og Martein
Einarsson, svo og lögmenn báða, Eggert Hannesson og Odd
Gottskálksson, og þar til 4 helztu presta úr báðum stiptunum
og 4- skynsömustu leikmenn, til þess að þeir gæfi skrifiegt
and-svar uppá þessi kónglegu majestets erindi: 1. um ónauðsynleg
bænahús eður hálfkirkjur, 2. um hospítölin, 3. um fjársóknir
prestanna, 4. um tíundir á kóngsjörðum, 5. um skólana, 6. um
beneíicia, að þau haldist af prestum, en ei veraldlegum, 7. um
vísítatíu-reið biskupanna. Andsvar lögmanna og biskupanna
hér uppá kallast almenniiega Bessastaðasamþykt.

Anno 1556 kom Knútur hirðstjóri hingað með önnur
kóng-leg majestets erindi, út gefin á sama ári dag 15. apríl: 1. um
íyrnefndar kapellur og bænahús, að þau aftakist, 2. að engin
hospítöl séu að svo stöddu liér stiptuð, 3. að fjársóknir andlegra
komi fyr til héiaðsþings en alþingis, 4. að kóngurinn taki til
sín allar þær sektir og tíundir, sem biskuparnir höfðu þangað til
tekið, 5. að klaustrin skyldu leigjast fyrir víst eptirgjald, sem
hæst verður, 6. að Knútur Steinsson skuli að sér taka
kóngs-ins vegna Skálholts kirkjujarðir á Seltjarnarnesi og Álptanesi
iyi’ir aðrar jarðir. Og þar um gjörði Knútur hirðstjóri kaup við
séra Gísla Jónsson, biskupsefni í Skálholti, á sama ári, íóstu-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0713.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free