- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
723

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.

723

Á þessu alþingi, dag 3. júli, út gaf sarni höfuðsmaður
al-varlegt bréf til Norðlendinga þeirra, sem ekki höfðu hlýtt
fyr-nefndu kóngsins bréfi, út gefnu 5. marz 1591, og befalaði þeim
upp á ný, að gjalda kirkjunum, hvað þeir væru þeim skyldugir
orðnir, en þá, sem þverskölluðust þetta að gjalda, þá befalaði hann
sérhverjum sýslumanni í hverri sýslu, að láta klaga þá og í
höfuðsmannsins umboði með biskupunum að dæma til fullra
sekta. I sama bréfi segir hann, að biskup herra Guðbrandur
hafi kært fyrir sér, það sumar fátækar kirkjur, helzt í
Skaga-firði, mættu leggjast til samans í eina kirkjusókn, svo prestarnir
kynni optar og með meira ávesti að prédika guðs orð fyrir
fólk-inu eður söfnuðinum, þá kvaðst höfuðsmaðurinn því samþykkur
og bauð biskupinum, að hann, með góðra manna ráði, saman
slái tveimur kirkjusóknum í eina og skipta sóknarbæjunum með
kirkjunum sem bezt hagaði og biskupinn vildi forsvara. Á
sama alþingi, ári og degi befalaði sami höfuðsmaður báðum
biskupunum, herra Guðbrandi og herra Oddi, að eptir kóngsins
bréfi uppá þeirra og prestanna supplicaziu, fram senda anno 1593
um nýja kirkju ordinaziu hér i landi, að þeir nú á þessu ári,
frá alþingi 1594 til alþingis 1595, saman taki þá sömu ordinaziu
og innfærði í hana það bezt og gagnlegast, ské kynni, guði til
æru, kónginum og undirsátunum hér í landi til gagns;
eptir-fylgdu þó þeirri dönsku ordinaziu í öllu því hér mætti standast.
Lofaði hann, eður annar kóngsins lénsmaður, er koma kynni á
því næsta alþingi, með öðrum góðum mönnum, þar um hið
bezta ské kynni, að saman bera og ráðslaga, og síðan fyrir
kóng-inn og hans ríkisráð til umbóta og staðfestingar fram senda.
Þetta verk tóku biskuparnir og þeir, sem af þeim til voru
kvaddir, að sönnu sér fyrir hendur, en það komst samt ekki
til fullkomnunar, og féll niður aptur, helzt fyrir þá orsök, að
þeim sjálfum kom ekki saman um eitt og annað, og að Hinrik
Krag var hér ei lengur. Og ef hann er sá Hinrik Krag, sem
hafði Snæfellsnessýslu fyrir 30 árum, sem áður um getur,
hlýtur hann að vera gamall maður. En hirðstjóri var hann
ner 4 ár, og einn af þeim hinum nytsamlegustu. (í báðum
^fiðgarðadómum, 1565 og 1566, kallast hann erlegur og
velburð-igur, sem þá var venjulegur aðalmanna titill).

Hinrik Krag út gaf skikkunarbréf til landsins innbyggjara,
að þeir skyldu forbjóða Engelskum að fiska eður leggja lóðir
r nálægt landinu, eður nokkurn kaupskap við þá að fremja, svo

47*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0735.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free