- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
725

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.

725

til að vera prófastar og vilja ekki prófastsembætti uppá sig taka
á móti biskupsins skipan, skuli missa sitt kall. 3. lögmönnum
og sýslumönnum fyrirbauð hann allar áreiðir um landamerki á
kóngsins og kirknanna jörðum í Skálholtsstipti, nema
höfuðs-maðurinn og biskupinn séu og þar viðstaddir. 4. að prestar,
sem láta níðast og niður falla þá staði og beneficia, sem þeir
halda, skuli áminnast þrisvar af biskupinum, eður hans
limboðs-manni, að byggja þá og endurbæta, en gjöri þeir ekki bót á því,
þá missi þeir sitt kall og beneficium, og takist svo mikið af
þeirra gózi, sem þurfa sýnist til að byggja með sama stað og
kirkju og hennar jarðir. Og þessa skikkun staðfesti kóngl.
majestet Friðriks íjórða befaling, út gefin anno 1708 um sama
efni. Á þessu sumri 1596 sigldi Brostrup hirðstjóri héðan, en
hans umboðsmaður hér var Rasmus Níelsson, hver þá reið vestur
í ísafjörð upp á þá kiögun eða supplicaziu, sem ísfirðingar
höfðu fram borið fyrir höfuðsmanninum um lagaleysi Páls
Jóns-sonar á Reykhólum. þar upp á íram fór í Vatnsfirði dag 6.
ágúst, í viðurvist biskupsins herra Odds, sáttargjörð og lofun
Páls, að bæta þar eptir alt það, sem hann eður hans
umboðs-menn hefðu forsómað, og óþykkja, sem risið hafði af þessari
um-kvörtun, skyldi öll niður slegin.

Brostrup Gedde var af stórum aðli i Danmörku; var sonur
Knúts Gedde, kóngsins befalingsmanns yfir Helsingjaborgarsloti.
í>á hann var hér höfuðsmaður, bjó hann í Skáni; eptir það var
hann lénsmaður í Gullandi, dó þar á Viborgarsloti 1614. Hans
sonur Owe Gedde var Kristjáns íjórða gesant til Ostindien, til að
stipta kauphöndlunina til þeirra landa frá Kaupenhafn. Hann
lét fyrst upp byggja Dansborg á Tranqvebar. Byrjaði hann þá
sína reisu frá Kaupenhafn dag 29. nóvember anno 1618. Kom
heim aptur með vel framkvæmt erindi, eptir 3 ára og 3
mán-aða burtveru, með 6 skipum, dag 4. marz anno 1622, varð síðan
ríkis-aðmíral; dó anno 1662. Brostrup Gedde var hér
höfuðs-maður 2 ár.

EINVOLD KRÚSE.

Hann var danskur aðalsmaður, og hér er hann orðinn
höf-uðsmaður anno 1602, því þá var bann á alþingi, og beiddist
dóms um jörðina Papey í Austfjörðum; og af því bevísaðist, að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0737.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free