- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
731

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.

731

klaganir, gamiar og nýjar, og ótal margt annað, en þeir gátu
því ekki öllu gegnt á því þingi, vildu fá málin upp skrifuð, hvað
gjört var, og tóku þau með sér og buðu sýslumönnum, að gjöra
úr þeim í héruðum. Margar kvartanir komu þá fyrir þessa
commissarios; fram fylgdu þeir alvarlega réttinum án
manngreinar-álits, gáfu engum stórt eptir. Bæði biskupar og aðrir
valda-naenn þóttust þá í hörðum skóla. Gísli lögmaður Hákonarson komst
helzt af forþenkingarlaustJ) og var af þeim mest metinn. J>eir
sigldu héðan aptur um sumarið. Klaganir í millum herra Odds
og Herluff Daas komu fyrir dóm utanlands, og vann Árni
Odds-son í þeim. Herluff Daa hafði gefið hér, án kóngsins vitundar,
Jóni Björnssyni á Skriðuklaustri og Margréti Oddsdóttur frá
Bustarfelli þrímennings leyfi saman að giptast, og varð honum
þa^ð helzt til hrösunar, misti sitt höfuðsmannsembætti, varð fyrir
stórum fjárútlátum og gjörðist snauður. Var hér 13 ár
höfuðs-maður og fékk stirt mannorð af mörgum.

FBIDBIK FRIIS TIL HASSELAGER.

Hann var (að eg meina) sonarsonur heldur en sonur
kan-zellerans Jóhann Friis til Hasselager, sá’ er gaf anno 1570
fá-tækum stúdentum til uppeldis styrks 3000 rikisdali. Og þá
sömu gjöf staðfestu hans erfingjar anno 1584, með svoddan
fundaziu, að einn af professoribus hefði umsjón jafnan yfir þessu
gózi og hefði þar fyrir af þess rentu 25 ríkisdali árlega. En
anno 1619 gaf Friðrik Friis og bætti þar við 2000 ríkisdali
áður en hann fór til íslands.

Á fyrirfarandi ári var hann hér kónglegur kommissarius,
sem áður segir, en nú var hann hér höfuðsmaður. Hans
em-bættisbréf er út gefið á þessu ári, skyldi hann halda
innbyggj-urunum við íslands lög og rétt. Hann mátti hafa hingað til
sölu 6 lestir mjöls fyrir sjálfan sig. Hafði mikla makt af
kóng-inum til að setja hér til rétta eitt og annað, og bann sæi
ttauðsynlegt kónginum og landinu. En á bingaðreisu tók hann
®ótt á hafinu, meðtók prestsþjónustu af séra Guðmundi
Einars-sy«i- sem siglt hafði út fyrra sumar og nú var á skipi með
^öfuðsmanninum; lifði 3 nætur eptir það hann kom í land, dó
^ Bessastöðum, var þar jarðaður; en árið eptir, eptir bón hans
erfingja,

grafinn upp aptur og fiuttur út og lagður í gröf sinna
’) Öforþenkingarlaust lidrr.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0743.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free