- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
756

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

756

HIRÐSTJÓRA AÍSNÁLL.

rannsak í þeim póstum, sem 16 prestar í Hólastipti höfðu á
næstliðnu hausti fram sent fyrir kóngl. majestet á móti
biskup-inum mag. Jóni Vigfússyni, hvert sitt próf þeir framsendu aptur
á því sumri. En anno 1686 kom hingað önnur kóngl. skikkun
til biskupsins mag. pórðar og landfógetans Heedemanns, svo og
beggja lögmannanna Sigurðar Björnssonar og Magnúsar
Jóns-sonar, að þeir með öllum helztu mönnum hér í landi skyldi
annaðhvort forlika biskupinn mag. Jón og prestana, hans
mót-parta, svo og biskupinn mag. Jón og biskupsekkjuna
Eagn-heiði Jónsdóttur um ágreining þeirra á millum út af náðarári
hennar og öðru fleira, eður með lögum og dómi að aðskilja
hvorttveggja. Hér um var tilsettur fjölmennur mannfundur um
haustið í Kalmannstúngu; komu þangað þeir helztu menn, sem
tilkallaðir voru að sunnan og vestan með sjálfum
yfirmönnun-um. En biskupinn mag. Jón og flestir að norðan komu ekki
vegna stórviðra, svo þar gjörðist ekkert.

Á alþingi 1687 gjörðist loksins forlíkun í millum mag. Jóns
Vigfússonar og fyrnefndra presta, hvorutveggjum án óvirðingar;
en í millum hans og biskupsekkjunnar Eagnheiðar útnefndi
landfógetinn báða lögmennina og 6 sýslumenn í dóm um hennar
náðarár. Var þetta álit og meining, að þar um skyldi haldast
eins sem um prestaekkna náðarár, eptir kóngs Friðriks þriðja
í’ororðningu anno 1650 dag 3. mai. fað haust sigldi
Heede-mann til Kaupenbafnar, og kom hingað aptur anno 1688, en þá
svo sem kóngsins fógeti hér einasta. Voru það 5 ár sem hanu
var hér í stiptamtmanns og amtmanns stað. Hann lét byggja
framkirkjuna á Bessastöðum á hans fyrstu árum, þá, sem nú
stendur, og lögðu kirkjur hér í landi þar ekkert til; var hún
áður undir torfþaki. Um langan tíma, alt hingað til, hafði
jafnan einn höfuðsmaður eður lénsmaður, jafnvel stundum
land-fógeti, sem lénsmanns funktion gjörði, svo sem Jens
Söffrins-son og Heedemann, verið í senn hér í landi, og gjörði sérhver
þeirra um sína tíð lénsmanns og fógeta embætti, hvort heldur
það áhrærði landstjórn, jurisdictionem eður reikningsskap fyrir
kóngsins vissa og óvissa inntekt af landinu, svo sem sagt hefir
verið. En síðan anno 1680 hefir kóngl. majestet þóknast, að
sundur skipta þessu lénsmanns embætti, og setja yfir landið
einn stiptamtmann, einn amtmann og einn landfógeta, svo
sér-hver af þeim skyldi útaf fyrir sig gjöra sitt embættisverk. En
af því stiptbefalingsmenn hafa nær því sem aldrei hingað í land

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0768.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free