- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
779

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HIRÐSTJÓIÍA ANNÁLL.

779

hann gisti hjá, eður heima fyrir góðra gesta skuJd, þá gaf hann
fátækum strax 1 rd. eður hans virði. Hann var gestrisinn og
stórveitingasamur, og stóðst því varla rausn sína, Skömmu
síðar varð hann amtmaður í Noregi norðarlega. poldu hvorki
Norskir hann, né hann þá, svo honum var varia fritt þar; átti
ldðgumál þar, í hverju hann tapaði fyrir over-hofréttinum í
Kristjaníu; þeim dómi stefndi hann fyrir hæstarétt, procureraði
þar sjálfur sitt mál og vann. Fór ei aptur til Noregs; dó í
Kaupenhafn anno 1703. Kom frá veizlu, lagðist í sæng sina
afklæddur, fanst örendur þá til var komið; var sagt yfirsængin
hefði verið fallin ofan á gólfið, en líkaminn orðið kaldur. Kona
hans og börn féllu í armóð, en skuldum miklum að svara.

UM UMBOÐSMENN FORPABTARANNA HÉR í LANDI.

Áðurgreindir forpaktarar (hér í landi) settu hér sina
full-mektuga, til að hafa umsjón yfir kóngsgarðinum Bessastöðum
og öllu því, er honum t-il heyrði, yfir öllum kóngsjörðunum á
Suðurnesjum og þeirra af’giptum, yfir kóngsins skipum og þeirra
ábótum, öllum kóngsius forléningum og allri landsins vissri og
óvissri inntekt. Sátu þeirra umboðsmenn á Bessaslöðum, sem
voru þessir:

ANDRÉS ÍVARSSON RAFN.

Hann tók við af assessor Heedemann anno 1693, en dó
um vorið á Bessastöðum anno 1695, fáskiptinn og
fyrirferðar-lítill maður. Á þessu ári tóku forpaktararnir að nýju landið
fyrir vissa afgipt um 11 ár. Byrjaðist sú forpaktning dag 1.
janúar þessa árs, og skyldi endast með 1. janúar 1706.

JENS JJÖRGENSSON.

Hann var þénari eður skrifari Andrésar Ivarssonar og var
kunnugur hans bréfum og reikningum. því tóku þeir hann fyrir
nniboðsmann sinn. Hans instrux var upp lesið í Hafnarfirði

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0791.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free