- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
17

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

17

sjálfur muni hafa sleppt þeim úr varðhaldinu og gefið þeim upp
refsingu. En á þeim lögleysistímum þótti fylgi hans í þessu og
íieirum málum eigi bera vott um annað en hroka. Má af mörgu
sjá, að Skúli hefur verið illa þokkaður og rægður óspart af
fjand-mönnum síuum. Voru svo mikil brögð að því, að hann jafnvel
var sakaður um hina verstu glæpi, sem eigi gátu náð nokkurri
átt. Var meðal annars sagt, að hann hefði verið valdur að dauða
Guðrúnar systur sinnar, og að hann hefði haft óleyfilega umgengni
við J>órunni Jónsdóttur í Gröf og dætur hennar, og að séð mundi
þar hafa verið fyrir einu barni eða fleirum og dysjað í
Grafar-móum.1 Var mælt, að kjaptáttur þessi upprunalega væri kominn
frá f>óroddi heyrara pórðarsyni á Hólum, en mörgum þótt
fréttirnar nýstárlegar og breitt út. þegar á átti að herða, treysti
Þóroddur sér eigi að færa sanuanir á mál sitt og varð að biðja
Skúla bréflega fyrirgefningar.

Ekki bætti það heldur úr skák, að Skúli um þessar mundir
drakk töluvert og var ofsafenginn við vín. Reið hann opt
all-svínkaður um hérað og skar úr málum manna og gætti
réttar-fars. Var þá opt í fylgd með honum sá maður, er Merar Eiríkur
er nefndur, og var hann drykkjumaður mikill. J>ess er getið um
þá Skúla, að þeir hafl þótt ærið svakalegir á stundum. Skúla
var gjarnt til þess, er hann var ölvaður, að vera nokkuð
fram-hleypinn og óvæginn í orðum og gerðum. Kom það eiukum
niður á fyrirmönnum og ríkismönnum, en þeir kuunu ofriki hans
illa og lögðu margir þeirra fæð á hann. Leið eigi á löngu áður
lenti í illdeilum með honum og ýmsum höfðingjum landsins.
Er þar fyrstan að telja Bjarna sýslumann Halldórsson á
þingeyr-um.2 Var Bjarni héraðsríkur mjög og málagarpur hinn mesti.
Bar þeim skjótt ýmislegt á milli og áttu brösótt livor við annan
lengi síðan. Hófust mál þeirra fyrst út úr tiutningi á
sveitar-ómaga, er Barna-Elín var kölluð. J>ótti Bjarna sýslumanni illa
hafa farið í því máli og var kallað, að hann hefði beitt hinum
mestu brögðum. Um pessar mundir átti og Bjarni í máli því,
er kallað var Titlingastaða-kýrmálið. Voru þau upptök þess
máls, að Bjarni hafði tekið lögtaki kú nokkura, er Jóhaun sýslu-

1 Sjá Esp. Árbækur IX, bls. 141.

J Bjarni var sýslum. í Húnavatnssýlu 1728—1773. Menn hefir greint
á um, hvort iijarni hafi dáiö 1772 eða 1773, en það er víst að
hann dó 6. jan. 1773 (sjá Islandsk Journal 1773 Nr. 163).

2

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0027.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free