- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
41

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

41

Daunenberg settist fyrst urn sinn aö á Bessastöðum með
klæðaverksmiðju sína, þar til reist yrðu hús í Reykjavík, og
skyldi Magnús amtmaður Gíslason hafa eptirlit með honum.
í>eim Skúla og sýslumönnunum Bjarna Halldórssyni, |>orsteini
Magnússyni (sýslum. í Rangárvallasýslu 1743—1785) og Brynjólfi
Sigurðssvni (sýslutn. í Árnessýslu 1746—1771) var falin á
hend-ur stjórn stofnananna. Skúli hafði ráðið Davíð Scheving til
bókfærslumanns, en honum var skömmu síðar veitt Strandasýsla,
og tókst þá Skúli sjálfur bókfærsluna á hendur.

Nú var tekið til húsabyggingar. Verksmiðjuhús voru reist
í Reykjavík, en þófaramylna við Elliðaárnar og var viðurinn til
hennar fluttur telgdur frá Lyngby. Bændunum var jafnað niður
víðsvegar um landið1 og duggurnar gerðar út til fiskiveiða. f>ó
varð lítið ágengt með þetta í fyrstu, því ótíð var hin mesta
bæði til lands og sjávar. Tók nú von bráðar að þrjóta fé það,
er þeir félagar höfðu haft til umráða, en bráða nauðsvn bar til
að halda öllu tafarlaust áfram, ef eigi skyldi koma apturkippur
í það. Kaupmenn gerðu þeim og óhægt fyrir í ýmsu, neituðu
að taka ketiö af fé því, er þeir slátruðu til þess að fá ull til
klæðagerðar og skinn til sútunar, en þrjóskuðust hins vegar við
að selja þeim skinn af fé verzlunarinnar. pessara orsaka vegna
skoruðu þeir Magnús amtmaður og Brynjólfur sýslumaður
Sig-urðsson á Skúla að fara utan á nýjan leik bæði til að greiða
fyrir stofnununum og flytja ýms önnur landsmál. Lagði Skúli
því af stað um haustið á annari duggunni, en hreppti storma
mikla og óveður. Týndu þeir seglum og nátthúsi með
leiðar-steininum og komust við illan leik undir Færeyjar og riðu þar
af storminn um hríð; en veður harðnaði svo, að þá sleit upp og rak

’ þeir voru settir þannig niður; Einn í Rangárvallasýslu hjá
þor-steini sýslumanni Magnússyni. Einn í Arnessýslu hjá Brynjólfi
sýslumanni Sigurðssyni. þrír í Gullbringusýslu. einn í Viðey hjá
Skúla, einn við stofnanimar í Reykjavík og einn hjá Vigfúsi bónda
Arnasyni i Nesi. Einn í Kjósarsýslu hjá þorvaldi bónda
Einars-syni i Brautarholti. Tveir í Borgaríjarðarsýslu. annar hjá Oddi
bónda Einarssyni og hinn hjá Arnóri sýslumanni Jónssyni. Einn

i Mýrarsýslu hjá þorgríini sýslumanni Sigurðssyni. Einn í
Snæ-fellsnessýslu hjá Guðmundi sýslumanni Sigurðssyni Einn í
Dala-sýslu hjá Sigurði sýslumanni Vigfússyni. Tveir i Húnavatnssýslu
hjá Bjarna sýslumanni Halldórssyni og einn i Eyjafjarðarsýslu hjá
Sveini lögmanni Sölvasyni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0051.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free