- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
43

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

43

í byrjun færðust svo mikið í fang. En nú haföi konungur enn
á ný styrkt stofnanirnar með fjárframlagi og það leyndi sér
ekki, að stjórnin eindregið var á bandi hluthafenda. fótti því
félaginu tími til kominn að taka til sinna ráða og varð dag frá
degi þverúðarfyllra og verra viðureignar. £>að var stöðugt ekki
nærri því komandi, að kaupmenn seldu stofnununum ull og slcinn
við lægra verði, en vörur þessar seldust fyrir í Kaupmannahöfn.
Stjórnin lét það boð út ganga, að félagið skyldi kaupa
klæða-vöru af stofnununum, en er félagsstjórnin komst á snoðir um,
að þessi skipun mundi vera í bruggi, tóku þeir upp það
klæki-bragð, að þeir keyptu ósköpin öll af klæði hjá verksmiðjunum í
Óðinsvéum, svo nægja mátti til nokkurra ára. fegar svo
skip-unin birtist, afsakaði félagið sig með þvi, að það þyrfti eigi á
meiri klæðavöru að halda, en það ætti fyrirliggjandi. pannig
sparaði það eigi að spilla fyrir stofnununum á ýmsan hátt.
Enn fremur höfðuðu nú félagsstjórarnir mál á móti Skúla sem
fulltrúa stofnananna og kváðu hann hafa misbrúkað leyfi það,
er konungur hafði geíið stofnununum til að flytja nauðsynjavöru
milli Islands og Danmerkur. Kærðu þeir hann fyrir brot móti
verzlunarskilmálunum, og kváðu hann hafa rekið óleyfilega
verzl-un, þar sem hann árið 1752 hefði flutt með duggunum frá
Helsingjaeyri 7—800 ’tK af tóbaki og töluvert af brennivíni.
Enn fremur hefði hann sent með duggunum til Hafnar og selt
þar 6 tunnur af þorski, er duggurnar alls eigi hefðu aflað sjálfar,
og ýmsar aðrar þungar sakir báru þeir á Skúia og stofnanirnar.
Var nú Skúla stefnt fyrir gestarétt í Kaupmannahöfn. En
lands-menn klöguðu aptur á móti yfir félaginu og voru bornar á það
ljótar sakir og saunaðar með þingvitnum viðsvegar af landi.
Lenti nú öllu saman í hina mestu rimmu.

Skúli sigldi aptur til Hafnar haustið 1753. Talaði hann
einarðlega máli landsmanna og jókst nú álit hans stórum.
Kon-ungur gaf enn á ný fé til stofnananna og Skúli fékk
ferða-kostnað sinn endurgoldinn. fegar hann kom aptur til íslauds,
jók hanu enn á ný byggingarnar í Reykjavík og reisti þar uú
stórt verksmiðjuhús með tveim hliðarbyggingum. Um þessar
mundir var verksmiðja sú, er verið hafði á Leirá, flutt til
Reykjavikur og sameinuð þeim, er þar voru fyrir. Olafur
Stephensen gerðist nú bókfærslumaður stofnauanna, því Skúii
sjálfur var stöðugt í förum.

]?egar Skúli vorið 1754 var farinn frá Kaupmannahöfn,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free