Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.
45
yrði til þess að greiða fyrir því. feir þykjast eigi geta aunað
séð, en að stofnanirnar muni geta orðið til mikils góðs fyrir
landið, að þær stuðli að því að bæta j-arðrækt og efla fiskiveiðar
og þannig vinni að því að bæta kjör landsbúa, en allt þetta
muni verða til þess að auka verzlunina, grynna á skuldum manna
og þannig óbeinlínis verða félaginu til ávinnings. Ákærur
fé-lagsins um, að duggurnar bafi flutt tóbak og brennivín til
lands-ins og selt fisk, er eigi var aflaður á þær, álitu nefndarmenn
eigi mikilvægar þegar þess væri gætt, að tóbakinu og
brennivín-inu aðeins befði verið varið í þarfir þeirra, er unnu við
stofn-anirnar, og íiskurinn verið af útvegi stofnananna, þótt eigi væii
hann aflaður á duggurnar. Næsta atriðið þótti þeim verra
við-fangs. fað sem félagið kvartaði mest yfir með tilliti til
stofn-ananna, var sigling Skúla milli landa með duggurnar, því rneðan
þær áttu sér stað, þótti félaginu aldrei uggvænt um, að
stofn-anirnar kynnu að reka launverzlun, og hafði félagið sent fjölda
af klögunum til stjórnarinnar um þetta. Til þess að koma í
veg fyrir deilur framvegis, þótti nefndarmönuum heppilegast að
reyna að koma á vissum samningum með félaginu og
stofnun-unum. Kölluðu þeir Skúla og félagsstjórana fyrir sig og reyndu að
koma sér saman við þá um ýms ákvæði, er gætu spornað við
ósamlyndi, og urðu þeir loks ásáttir um eptirfylgjandi pósta:
1. Félagið skuldbindur sig til að flytja öll þau tæki og áhöld,
er stofnanirnar kunna að þurfa og umboðsmaður þeirra kaupir
erlendis, ókeypis til íslands. 2. Sömuleiðis skuldbindur félagið
sig til að flytja ókeypis alla þá matvöru, er þurfa kann banda
meisturum þeim og sveinum við stofnanirnar, er erlendir eru og
eigi mega lifa við íslenzkt viðurværi. 3. Stofnununum skal
heim-ilt að ferma eitt skip á ári, svo lengi þurfa þykir, með húsavið
frá Kaupmannahöfn eða Norvegi. fó má það eigi reka verzlun
neina á íslandi að undanteknu með skipavið. 4. Eigi má flytja
aðra vöru til stofnananna en korn, hör- og bampfræ til útsæðis.
5. Allt annað, er til stofnananna þarf skal kaupa af
verzlunar-félaginu. fó má til stofnananna árlega kaupa í
Kaupmanna-höfn 10 tunnur af brennivíni, 1000 H af tóbaki, 1000 álriir af
kattúni og nokkuð af lérepti, og skuldbindur félagið sig til að
flytja þetta ókeypis til íslands. 6. Að því er snertir afurðir
stofnananna, skulu hluthafendur láta félagið eiga forgangsrétt,
og skulu þeir bjóða þær kaupmönnum árlega áður skip leggja frá
landi við því lægsta verði, er þeir þykjast geta við unað. Vilji
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>