- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
71

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

71

á leigu eins og áður hafði gert verið, þótt landsmenn sjálfir nú
ættu hlut i máli, því honum þtítti slíkt gefa verzlunarleigjendum
eins og of mikið vald yfir öllum þeim fjölda landsmanna, sem
eigi gætu tekið þátt í verzluninni. Hann vildi aptur á móti
láta konung leggja toll á alla vöru til þess að vinna upp
af-gjaldið. í>ó skýtur hann því í uppástungu þessari á náð
kon-ungs, hvort eigi megi reka hina fyrirhuguðu verzlun afgjalds- og
toillaust i fyrstu 5 árin.

Að endingu leggur Skúii í skjali sínu öllum íslendingum
rækilega á hjarta, hversu mikið velferðarmál þetta sé fyrir landið
og skorar fastlega á þá, að styðja það af alefli og veita sér
drengilega fylgd til að koma þvi á framfæri1.

pótt nú ef til vill megi finna galla á þessu
verzlunarfrum-varpi Skúla, og þótt ýmsir yrðu til þess að mótmæla því og rífa
það niður, þá er það þó engu að síður í ýmsum greinum mjög
skynsamlegt. £>að var engin furða þótt það kæmi flatt uppá
menn, og eigi sízt stjórnina, því breytingar þær, er það fór fram
á, miðuðu til þess að bylta um frá grunni Í3lenzkum
verzlunar-háttum og voru þvert ofan í hugmyndir manna á þeim tímum.
En sem dæmi þess, hve framsýnn Skúli í raun og veru var að
því er snerti íslenzka verzlun, má geta þess, að í tilskipuninni
13. júni 1787, er veitti íslendingum takmarkað verzlunarfrelsi,
má finna ýms ákvæði, er bera keim af þessu og öðrum
verzlun-arfrumvörpum Skúla.

Á alþingi þetta sama ár lagði Magnús amtmaður Gíslason
eptir tilmælum Skúla skjal hans fram og skoraði á valdsmenn
alla að ræða þetta mál og koma sér saman um, hvað gera skyldi.
Á þinginu var því miður enginn timi aflögum til að ræða málið
og ýmsir af sýslumönnum máttu eigi dvelja lengúr heimilis- og
embættisanna vegna. Kom þeim því saman um að kjósa nokkra
Qienn af sínum flokki, er þeir treystu bezt til úrræða, og skyldu
þeir fylgjast að til Reykjavíkur til að ræða málið og úrskurða
fyrir hönd þeirra allra. Voru þessir kosnir: Skúli Magnússon,
Bjarni sýslumaður Halldórsson2, forsteinn sýslumaður
Magnús-son, Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson, Jón sýslumaður Árnason
(sýslum. í Snæfellsnessýslu 1754—1777) og Jón sýslumaður

1 Sjá Landkommissionens Dokumenter lit. TT. Fylgiskjal No 16.

’ Bjarni mætti eigi sjálfur er til kom. en sendi í stað sinn Ólaf
Stephensen.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0081.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free