- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
73

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÓLI LANDFÓGETI MAGN’ÚSSON.

73

koma í veg fyrir, að nokkrir einstaklingar tækju að sér verzlun
á einstökum höfnum landsins. En hvernig sem Skúli færði
ástæður fyrir sínu máli, þá tjáði það ekkert, og sagði Thott
honum loks hreint og beint, að ekki væri umtalsmál að koma
verzluninni fyrir á þann hátt, er hann færi fram á í frumvarpi
sínu. Hinsvegar kvaðst hann fúslega vilja mæla með ýmsum
umbótum á verðlagsskránni og bað Skúla koma fram með
til-lögur um, hversu bezt mætti gera hana svo úr garði, að
lands-menn mættu vel við una. Er auðséð af þessu, að Thott hefur
eigi viljað eða þorað að ráðast í neinar nýjungar í
verzlunar-sökum, og skildist Skúli við hann bæði hryggur og reiður. Var
það og engin furða, því Skúli þóttist fullviss um, að Thott
manna bezt mundi stvðja mál hans, og byggði hann þær vonir
sínar á því, að Thott hafði átt einna mestan þátt í því að tala
máli iðnaðarstofnauanna við kouung í það mund, er Skúli var
að berjast við að koma þeim á fót. Vænti hann síðan alls góðs
af Thott í íslenzkum málum, og varð því gramur í geði, er hann
sá hvernig hann tók verzlunarfrumvarpinu.

1 byrjun febrúarmánaðar var málið tekið fyrir í
stjórnar-ráðinu, og kom Skúli þar fram með tillögur sínar viðvikjandi
verðlagsskránni. fað gat eigi lengur dulizt fyrir honum, að
engin von var til þess að verzlunin yrði löguð eptir
uppástung-um hans. Var nú úr því sem komið var eigi annað fyrir hann
að gera, en reyna að sjá svo til að hún yrði sem léttust og
heppilegust fyrir landið. Um fram allt hafði hann stofnanirnar í
huga, og vildi reyna að koma í veg fyrir að verzlunin yrði þeim
til hnekkis eins og áður hafði orðið raun á. Til þess fyrst og
fremst að sjá þeim borgið, hvernig sem færi með allt annað, tók
hann saman nýtt skjal til stjórnarinnar og fór þar fram á,
að stofnununum yrði veitt einkaleyíi til að reka verzlun á
Hólm-inum, og kvaðst jafnvel ekki ófús á fyrir þeirra hönd að taka
að sér verzlunina á Húsavík í tilbót; en Húsavík var einn af
lélegustu verzlunarstöðum á landinu, og mátti því búast við að
enginn vildi taka að sér að reka þar verzlun, nema því aðeins að
önnur betri höfn fylgdi með. pótti Skúla því eigi nema
eðli-legt að stofnanirnar, svo framarlega sem þær fengju verzlun á
Hólminum, er var bezti verzlunarstaður iandsins, einnig tækju
að sér Húsavík, svo stjórninni eigi yrðu nein vandræði úr að fá
þá höfn leigða út.

Undir lok febrúarmánaðar hafði stjórnarráðið rætt málið til

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0083.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free