- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
96

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 96

á hendur nema því aðeins að fullnægt væri kröfum þeim, er
hann kom fram með, eu þær voru þessar: í fyrsta lagi að Skúli
útvegaði honum frá helztu hluthafendum stofnananna (svo sem
erfingjum Magnúsar amtmanns Gíslasonar, Brynjólfs
Sigurðs-sonar og forsteins í Brautarholti, og frá forsteini sýslumanni
Magnússyni og í>orbirni í Skildinganesi) fullkomna viðurkenningu
um, að þeir tækju á sig allan kostnað, er af málinu kynni að
leiða bæði innan lands og utan, enn fremur málafærslulaun
hans og sæinilegt uppeldi og ferðakostnað handa honum, svo
hann sjálfur mætti reka málið fyrir hæztarétti ef þörf gerðist.
í öðru lagi .krafðist hann þess, að Skúli sendi honum umboð
hluthafenda til að halda málinu áfram þótt svo kynni að fara,
að Skúla missti við, og í þriðja lagi, að landfógeti skyldi gjalda
honum fyrir fram áður hann snerti við málinu 300 dali í reiðu
peningum. f>etta voru kjör, sem Skúli auðsjáanlega eigi með
neinu móti gat gengið að, og voru í raun og veru ekkert annað
en nokkurs konar tilkynning um, að Magnús alis eigi vildi
tak-ast málið á hendur. Skúli bauð svo góð kjör, sem hann f’rekast
mátti, en þau voru á þann veg, að Magnúsi skyldi heimilt að
dvelja kostnaðarlaust með honum í Viðey vetrarlangt og enn
fremur bauðst hann til að leggja fram 10 dali í ferðakostnað. En
Magnús vildi alls eigi þekkjast þessi boð. Skrifaði Skúli þá
Steindóri Finnssyni sýslumanni í Árnessýslu1 og bað hann
tak-ast málið á hendur, en hann færðist undan og bar við
embættis-önnum. Skúli reyudi enn fyrir sér á ýmsum stöðum, en
eng-inn vildi verða til þess að takast nefndarstörfin á hendur í stað
Magnúsar, svo ískyggilega leizt mönnum á málið og svo mjög
óttuðust menn fjandskap kaupmanna. Skúli var hinn ákaíasti
og vildi fyrir hvern mun hafa mál sitt fram og það svo fljótt
sem auðið væri, svo félaginu eigi mætti takast að bera fyrir sig
varnir og koma við klækjum. Skoraði hann því á Sigurð að
gera gangskör að málinu, en hann taldist undan að taka til
starfa fyrri en annar maður væri skipaður í stað Magnúsar.
J>ótti honum ráðlegast að fresta málinu til næsta vors og setti
16. apríl til réttarhaldsins. Var það bæði að íllt var að fást við
málið, ferðast, leiða fram vitni og halda skoðunargerðir o. fl. er
vetur fór í hönd, og svo hitt, að enn gekk tregt að fá nýjan
nefndarmann, svo Sigurði þótti hentast að hafa tímann í’yrir sér.

1 Steindóri var veitt Árnessýsla 1772.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0106.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free