- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
109

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

109

vegna ræður hann og frá því að selja stofnanirnar
einstakling-um í hendur.

Fjármálastjórnin lét sér ummæli Jóns að kenningu verða
og féll frá fyrirætlan sinni. Má af ýmsu marka, að bréf Jóns
hefur vakið stjórnina til umhugsunar og framkvæmda, og meðal
annars af þvi, að nú var ráðinn nýr og dugandi maður, er Giese
bét, til að veita iðnaðinum forstöðu. Var nú samin ný
reglu-gerð, er hann skyldi fylgja, og hljóðaði 8. grein hennar þannig:
»Rikisstjórnin og verzlunarstjórnin hafa gert þann samning sín
á milli, að til frekari útbreiðslu þekkingar í spuna og vefnaði
meðal landsmanna skuii verksmiðjan taka að sér námfúsa
ung-linga til kennslu, og skal þeim veitt kauplaust iifsuppeldi allan
þann tíma, er þeir njóta þar tilsagnar, en síðan skuiu þeir
setj-ast að út um land. Ber forstöðumanni að leggja allt kapp á að
kenna unglingum þessum á sem styztum tíma og ber honum í
því starfi að 3ýna bæði árvekni, velvilja og réttsýni.1 En
verzl-unarstjórnin lét eigi hér við sitja, heldur gerði enn
frek-ari gangskör að því að breiða út meðal almennings þekkingu á
ullariðnaði, og var mest af þessu Jóni Eiríkssyni að þakka. Á
árunum 1785 og 1786 gekkst hún fyrir því, að nokkrir islenzkir
unglingar voru sendir til Danmerkur til að framast i ullariðnaði
við þarlendar verksmiðjur, og á sömu árum sendi hún upp til
útbýtingar á höfnum landsins 83 rokka og 40 hesputré. Allan
þann kostnað, er af þessu leiddi, tók konungur á sig.

J>ar eð ýmislegt þótti þurfa umbóta og athugunar á íslandi,
var 16. febr. 1785 skipuð nefnd til að íhuga almenn málefni
Islands. Nefndin skyldi þó öllum málum fremur taka
verzlunar-málið til íhugunar, og leiddi þetta til þess að verzlunin var
gefin frjálá (1787). Meðal annars átti nefndin að íhuga
mál-efni stofnananna. Nú úr því afráðið var að gefa verzlunina
frjálsa og selja verzlunarhús öll og áhöld, þótti nefndarmönnum
réttast að láta einnig stofnanirnar af hendi, því að öðrum kosti
mátti búast við að þær yrðu til óþæginda og kostnaðarauka fyrir
konung, er hann hefði þær einar að burðast með. Blæddi
nefnd-inni einnig i augum, hversu mjög konungur hafði skaðast á
stofnununum síðan hann tók við þeim, og þótti ei anuað sýnna
eQ að þær mundu verða þyngsti ómaginn á fjárhirzlu konungs, ef

1 Sjá Pontoppidan: Handels-Magazin II. bls. 128—132.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0119.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free