- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
122

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118

SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 122

þéttri fylkingu fyrir dyrum úti allan daginn og stympuðust á
um að komast að; en Ari hafði samt sem áður engan asa á sér
og fór hægt að öllu. Á Eyrarbakka urðu menn stundum að
bíða 2—3 daga eða lengur, og opt bar það við að menn ofan í
kaupið yrðu að snúa tómhentir heim aptur þegar til kom. Á
stundum skeði það, þegar menn voru komnir með vörur sinar í
kaupstaðinn yfir fjöll og firnindi, að kaupmenn neituðu að veita
þeim móttöku, og gátu þeir ætið fundið sér eitthvað til
afsök-unar, t. d. að vörurnar eigi með öllu væri eins og verðlagsskráin
fyrirskipaði. f>etta var náttúrlega komið undir eigin geðþótta
viðkomandi kaupmanns og var opt eigi annað en dutiungar, og
má nefna það eitt sem dæmi þess, að prjónlesi þvi, er synjað
hafði verið í Stykkishóimi, var orðalaust veitt móttaka á
Skaga-strönd Enn kvörtuðu menn sáran yfir mismun þeim, er gerður
var á fiski- og prjónlesreikningi. J>að var algild regla að þeir,
er lögðu fisk og lýsi inn i kaupstaðinn, fengju 12% afslátt á
vörum þeim, er þeir tóku út. þó var það stundum, að
kaup-menn beittu þeim klækjum við menn, er þeir þorðu að bjóða
slíkt, að þeir reiknuðu fisk og lýsi eptir prónlesreikningi. Auk
alls þessa kvörtuðu menn yfir rangri vog og mæli, og prestur
nokkur, Einar pórðarson að nafni,1 bar kaupmönnum það á brýn,
að þeir á stundum hækkuðu reikninga manna, og bauðst hann
tii að verja þessa ákæru sína með eiði.

Að lokum má geta þess, að kaupmenn gerðu mikinn mun
á höfðingjum og heldri mönnum annars vegar og svo
sauðsvört-um almúganum hinns vegar. Við heldri menn voru þeir bliðir
og gáfu þeim kost á að velja hið bezta úr vörunum, en við
al-þýðu manna voru þeir byrstir og óþjálir, slettu i þá úrhrakinu
og léku þá opt og tíðum svo sárt, að mönnum hlýtur að renna
til rifja. J>ess er getið um kaupmaun á Hólminum (Aia?), að
hann eigi hafi hleypt nema einum eða tveimur inn í búðina í
einu og verzlað þar við þá fyrir lokuðum dyrum til þess að þeir
eigi gætu vitnað upp á hann, þótt hann léki þá illa. J>að var
algeng venja, er menn þóttust of hart leiknir af kaupmanni og
báru sig upp undan því, að liann þá skoraði á þá að hefja mál,
en bölvaði sér um leið upp á, að eigi skyldi hann fyrri staðar
nema en það væri dæmt fyrir hæztarétti, og var þetta alloptast

1 Einar þórðarson var preslur að Hvammi í Hvammssveit 1754—
1800.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0132.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free