- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
135

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118 SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

135

árið utn kring á verzlunarstöðunum, og máttu lanrlsmenn þannig
verzla jafnt vetur og sumar. En með öllu þessu vildi verzlunin
eigi þrífast og gerði eigi betur en standast á endum skaði og
ábati. Enn sem fyrr hugsaði stjórnin sér þetta
verzlunarfyrir-komulag aðeins til bráðabyrgða, en eigi hugði hún þó framar á
félagsverzlun. Voru það nú eigi lengur íslendingar einir, er
veltu því fyrir sér, hversu helzt mætti koma verzluninni í gott
horf, heldur tóku einnig ýmsir meðal Dana að athuga þetta mál.
Arið 1782 lagði >Landbúnaðarfélagið« danska svo látandi
spurningu fyrir menn: >Rvilken er den beclste
Handelsindret-ning for Island?«■ og hét verðlaunum þeim, er bezt svöruðu.
Jón Eiriksson var einn meðal þeirra, er svöruðu spurningu
fé-lagsins.1 Alítur hann að einokunarverzlun aldrei geti orðið
landinu til annars en óbætanlegs tjóns, því henni fylgi allt of
mörg ónáttúrleg bönd á báðar hliðar. Frjáls verzlun fyrir alla
þegna Danakonungs álítur hann að verði heppilegust, en vill
eigi rýmka svo mikið um, að öllum þjóðum sé leyft að reka
verzlun á íslandi, og kveður hann það maklegt, að þegnar
Dana-konungs njóti um fram aðra góðs af hinni íslenzku verzlun. Hann
kveður nauðsynlegt, að stofna kauptún á íslandi áður frjáls
verzlun sé innleidd og kynna sér og mæla út hafnir allar, svo
eigi standi það siglingunum fyrir þrifum.2 Sömuleiðis kveður
hann æskilegt að fá iðnaðarmenn til að setjast að í
kauptúnun-um og leitast við á allan hátt að efla fiskiveiðar og aðra
at-vinuvegi landsins. Jón sendi eigi svar sitt beinlínis til
Land-búnaðarfélagsins, heldur lét prenta það og tileinkaði félaginu án
þess að æskja verðlauna. Annað svar sendi forkell Fjeldsted,3
og fékk hann heiðurspening úr gulli fyrir. Hann er svo að segja
alveg á sama máli og Jón. Segir hann meðal annars, að
bráð-nauðsynlegt sé, að leitast við að fjölga íbúum á Islandi og
stingur upp á því að fengnir séu danskir, norskir, enskir, skozkir,
hollenzkir og þýzkir alþýðumenn til að flytja til íslands og taka
sér þar bólfestu. Áh’tur hann heppilegast að halda konungs-

1 Sjá vForsög til Forbereclelse til at besvare
Landhusholdnings-Sel-skabets Spörgsmaal: Hvilhen er den bedste Eandelsindretning for
Island?< Kmh. 1783.

2 það höfðu þegar verið gerðar ráðstafanir í þá átt, sjá Lovsaml.
f. Island 4. B. bls. 363.

3 Sjá >0m ny Handelsindretning udi Island<. Kmh. 1784.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0145.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free