- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
141

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118 SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

141

unarfélagið heimtaði og Magnús fyrir hönd íslendinga gekkst
undir að greiða. J>ó munu eigi hafa orðið nein veruleg brögð
að þvi, enda lézt Magnús skömmu síðar (1766).

Nokkru eptir fráfall Magnúsar Gíslasonar, tók að brydda á
ýmsu viðvíkjandi embættisfærslu Skúla, er athugavert þótti. Fór
þar sumt í hálfgerðu ólagi, einkum að því er snerti
reiknings-færslu og fjárhald. J>etta stafaði mest af því, að Sluíli var
önn-um kafinn við ýmislegt annað. Má geta því nærri, að bæði taíir
hans við stofnanirnar og hin miklu málaferli hans erlendis hafa
hlotið að ýmsu leyti að koma í bága við embættisannir bans.
Arið 1763 fékk hann komið því til leiðar, að Jón sonur hans
var skipaður honum til aðstoðar í embættinu. Hafði Jón einn
svo að segja að öllu leyti embættið á hendi í nokkur ár, því
Skúli dvaldi þá stöðugt erlendis og flutti mál sín. Mun þetta
atriði eigi alllítið hafa stuðlað til þess, að embættisfærslan eigi
var að öllu leyti sem skyldi. Var það hvorttveggja, að Jón var
ungur og lítt reyndur og hafði eigi þrek né gáfur föður síns, og
auk þess var hann drykkfelldur. Fór því ýmislegt í
handaskol-um hjá honum. Skúli fékk opt og tiðum eigi vitneskju um
sak-irnar fyrri en i óefni var komið og flæktist hann við það í ýms
vandræði, er eigi mundu hafa að höndum borið ef hann sjálfur
hefði stöðugt haft alla embættisfærslu á hendi.

|>að var fyrst árið 1768 að menn urðu þess varir, að eigi
var allt sem skyldi hjá þeim feðgum. Hafði amtmaður það ár
gefið Jóni Skúlasyni ávísun eða skriflegt umboð til að hefja hjá
kaupmanninum á Hólminum 300 dali til nauðsynlegra útgjalda
af jarðabókarsjóði. í>egar þeirra var krafizt aptur, synjuðu þeir
báðir Skúli og Jón og kváðust þegar hafa greitt þá.1 Var Ólafur
Stephensen skipaður amtmaður um þessar mundir og fékk hann
jafnað málið svo að eigi var neitt frekar úr því gert, en á hvern
hátt er mér ókunnugt. Thodal stiptamtmaður (stiptamtm.
1770—1785) hreyfði því aptur árið 1773, en það mun hafa fallið
niður án þess stjórnin tæki nokkuð á þvi. Upp frá þessu fara
deilur Skúla og stiptamtmanns sívaxandi, og þegar á næsta ári
lét Thodal dynja yfir hann ákærumar. Er svo að sjá af bréfum
hans sem honum hafi verið meinilla við Skúla, og mun það hatur
hans mest hafa risið af því, að Skúli árið 1773 breytti þvert
ofan í skipanir hans og sýndi honum með því óvirðing á alþingi
jjnðurvist margra af embættismönnum landsins. Var það í
til-1 Sjá Islandsk Journal 1773 No. 185.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0151.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free