- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
150

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

150

SK.ÚL1 LAJS’DFÓGETI MAGNÚSSON. 150

legum yfirboðara yðar þá virðingu og auðsveipni, er honum ber,
ella megið þér vænta illra afleiðinga af mótþróa yðar.1

Nokkrum tíma áður bréf þetta kom út til íslands, hafði
þeim Levetzow og Skúla enn borið ýmislegt á milli, og var sem
Skúla væri unun í að erta stiptamtmann á allar lundir. Sýndi
það sig bæði hér og optar, að honum voru ertingar lagnar flestum
mönnum framar. Færi svo að hann ætti í deilum við einhvern og
vildi skaprauna honum, tókst honum ætíð að láta fjúka í hann
og fá hann til að hlaupa upp á nef sér, og það opt með
smá-munum einum.2 I þetta skipti erti hann Levetzow með því
hvað eptir annað að neita honum um skjöl og eptirrit, með því
að færast undan að gefa honum upplýsingar um ýms málefni
og ganga að öllu, er stiptamtmaður bauð honum, með
hang-andi hendi. Er Levetzow að síðustu orðinn alveg ráðalaus og
hálf ærr út úr öllum þessum ertingum og skrifar til stjórnar-

innar (17. febr. 1787): ».....þar eð allt framferði landfó-

geta gagnvart mér ljóslega ber vott um þráa og óhlýðni, þættist
eg mega telja mig sælan ef stjórninni þóknaðist að létta af mér
þeirri byrði, að hafa nokkurt eptirlit og umsjón með þessum manni,
þvi mér er ómögulegt að koma nokkru tauti við hann meðan hann
hefur bæði mátt og vilja til að bjóða mér byrginn». Bréf þetta
kom því til vegar, að stjórnin enn einu sinni skrifaði Skúla og
setti ofan í við hann fyrir þrjózku hans, en bauð honum
tafar-laust að hlýðnast boðum stiptamtmanns og láta honiim í té allar
þær upplýsingar, er hann þurfi. Varð sá árangur allra þessara
stjórnarbréfa, að Skúli eigi bersýnilega og blátt áfram
óhlýðnað-ist stiptamtmanni eptir þetta, en ekki lét hann af að gera
hon-um allt til skapraunar, það er hann mátti. Mun Levetzow að
lokum hafa verið búinn að fá nóg af væringunum, því eptir
þennan tíma verður hlé á deilum þeirra og er eins og öllu slái
í þögn.

Árið 1790 var Ólafi Stephensen veitt
stiptamtmannsem-bættið. Hafði hann um nokkur ár verið amtmaður. J>eir Skúli
og hann höfðu áður fyrr verið allmiklir mátar, og hafði Ólafur,

1 Rentekammerets isl. Kopibog 1787 No. 169.

3 feg ar vér kynnum oss klaganir Levetzows, megum vér vel gera
oss skiljanlegt, að allar þessar ertingar Skúla í smásökum gerðu
honum gramt í geði. Má lesa um þetta í Isl. Journal 1786 No.
590-91, 602, 926—27 og víðar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0160.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free