- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
155

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118 SICÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

155

engin hætta á, að Skúli eigi gæti staðið í skilum ef til þess
kæmi. |>rátt fyrir þetta lét þ<5 Ölafur innsigla fjárhirzluna, hafði
lykilinn burt með sér og setti þar á ofan 2 stúdenta, Jón
Arn-grímsson og Jón J>orIeifsson, til að gæta hennar. Fékk hann
landfógeta eigi meira fé í hendur í einu en sem svaraði eins
mánaðar útgjöldum. Virðist svo sem Ólafur hafi beitt óþarflega
miklum strangleik í þessu máli, þar sem hann eigi lét sér nægja
með að leggja hapt á eigur Skúla og taka af honum öll ráð,
og það enda þótt hann eigi gæti sýnt eða sannað að fjárþurð
væri, heldur jafnvel þar á ofan setti 2 menn til að halda vörð
yfir innsiglaðri fjárhirzlunni, rétt eins og búast mætti við að
Skúli mundi brjóta hana upp og tæma. Hafi Ólafi 1 sannleika
þótt nauðsynlegt að hafa allar þessar varúðarreglur, má Skúli
hafa hlotið að vera allra mesti viðsjálsgripur. Verður eigi annað
sagt en að Ólafi hafi í þessu máli farizt hálf óþokkalega við Skúla,
sem nú var kominn á gamals aldur og var maður margreyndur
og sorgmæddur. f>ó er það eitt atriði, er mælir framferði Ólafs
nokkra bót, en það er það, að Skúli með engu móti fékkst til
að segja af sér, þótt hann fyrir elli sakir varla væri fær um að
þjóna lengur svo erviðu embætti. Má geta þess til, að Ólafur
hafi farið svo miskunnarlaust fram gagnvart honum til þess að
koma honum til að segja af sér embættinu, því honum fannst
Skúli stöðugt vera þrepskjöldur á embættisvegi sínum. Skín það
og berlega út úr bréfum hans til stjórnarinnar, að hann helzt
hefur óskað eptir að Skúli léti af embættisstörfum. I>annig
segir hann í bréfi því, er hann skrifaði stjórninni í tilefni af
þessu máli:1 »Eeikningar og bréf landfógeta bera það með sér,
að hann fyrir elli sakir er orðinn bæði hirðulaus og ruglaður.
Er það altítt að hann í bréfum sínum komist i mótsögn við sjálfan
sig og gleymi því, er hann hefur áður ritað ogsagt». Að lokum
lætur Ólafur sjálfum sér til velþóknunar sem hann hálf vorkenni
Skúla og tekur á sig nokkurs konar göfuglyndisgerfi. Er sem
hann hálf iðrizt þess, hve hart hann hefur leikið Skúla í þessu
máli, og leyfir sér allraauðmjúklegast að fara fram á, »að
land-fógetanum, sem að mörgu leyti eigi þakkir skilið fyrir afreksverk
sín, en sem nú sé aumkunarverður, megi verða sýnd öll sú náð,
er stjórninni megi þóknast að álíta hann verðan«.

Jprátt fyrir allt þetta virðist þó svo sem Ólafur hafi eigi

1 Bréfið er dags. 18. júlí 1792. Isl. Journal 1792 No. 2384.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0165.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free