- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
187

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

187 SK.ÚLI LANDFÓGETI ÍIAGNÚSSON.



Hefði Skúli Magnússon verið uppi á söguöldinni, er það
engum efa bundið, að hann hefði orðið ríkur héraðshöfðingi og
vígamaður, er skáld og sagnamenn hefðu víðfrægt í ljóðum og
sögum. Hefði hann lifað á því tímabili í sögu lands vors, er
kirkjan drottnaði yfir hugum manna og hjörtum, þá hefði hann
sjálfsagt borið bagal og mitur og sveifiað tilfinnaulega
einvalds-sprota kirkjunnar yfir landi og lýð. Hefði honum aptur á móti
verið það ætlað af forsjóninni að lifa á vorum dögum, um þær
mundir, er frelsishugmyndir þessarar aldar ruddu sér braut yfir
löndin, þá má telja það víst, að hann hefði giipið merki þeirra
og geysað fram í broddi fylkingar móti kúgun og þrældómi.
Allir þessir eiginlegleikar lágu fólgnir i sálu hans.

J>að sýnir og sannar máske betur en nokkuð annað,
hví-líkur maður hann var og hve langt frá að vera sem fólk íiest,
að samtíðarmenn hans annaðhvort hefja hann til skýjanna, eða
ata hann í saur, að haniv átti sér tryggðavini, er voru fúsir að
fylgja honum í öllu, og fjandmenn, er eigi vissu þann kost svo
illan, að eigi þælti þeim hann Skúla of góður. Engiun var sá
málsmetandi manna á íslandi, er eigi skipaði annanhvorn
flokk-inn. J>ykir mér því að síðustu ekkert mega lýsa Skúla betur í
stuttu máli en þessi orð:

->í engu var hann meðalmaður!«

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0197.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free