- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
208

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

208

TJM STURLUNGU.

forsteinn ranglátr, — at því sem mik minnirt;.1 Hefði höf. lifað
og skrifað samtiða þessum viðburði, þá er óhugsandi, að hann
hefði ekki annaðhvort munað þetta sjálfur fyrir víst eða getað
haft sannar og áreiðanlegar sögur um það. £>að hlýtur því að
hafa verið nokkuð langt iiðið frá þessum atburði, þegar hann var
færður í letur. En hitt er ómögulegt að ráða af þessum orðum,
hvort höf. fer hjer eftir því, sem hann sjálfur hefur sjeð, eða
eftir frásögn annara. Það verður því fyrst um sinn að liggja
milli hiuta.

Þessir staðir,’ sem nú hef jeg bent á, eru fullkomin sönnun
fyrir því, að sagan sje færð í letur löngu eftir 1121. Þetta má
nú ákveða nokkuð nákvæmar. í niðurlagi sögunnar standa þessi
orð um þá Þorgils og Hafliða: »Ok þat efndu þeir, ok stóðu
einumegin at málum ávalt siðan, meðan þeir lifðu».2 Hafliði dó
árið 1130, enn ÍPorgils 1150.3 fetta getur því með engu móti
verið skrifað fyr enn eftir dauða Hafliða 1130, og líklega ekki
fyr enn eftir það, að Þorgils var dáinn, eða eftir miðja öldina.
Sömuleiðis nefnir höf. Finn Hallsson »iögsögumann«, en það varð
Finnr L139.4 Enn fremur talar höf. um biskupskosning Klængs
Þorsteinssonar sem umliðna.5 Þetta er því ritað eftir 1151,
þvi að þá var Klængr kjörinn til biskups.6 I öndverðri sögunni
segir svo: »Húnbogi Þorgilsson bjó at Skarði, faðir Snorra
lög-sögumanns».7 Þetta hlýtur að vera fært í letur eftir það, að
Snorri Húnbogason varð lögsögumaður, enn það var 1156.®
Höf-undurinn minnist og á Sverri konung með þeim orðum, sem
virðast benda til, að Sverrir hafi verið dauður, þegar
höfundur-inn skrifaði söguna: »HróIfr af Skálmarnesi sagði sögu frá
Hröngviði víkingi ok frá Ólafi Liðsmannakonungi ok haugbroti
Þráins herserks olc Hrómundi Gripssyni ok margar visur meðr. En
þessari sögu var skemt Sverri konungi, ok kallaði hann slíkar
lygisögur skemtilegastar».1 Af því að höf. segir kallaði (ekki

1 Sturl.1 I, 46. hls. 21, 38. bls.

2 Sturl.1 I, 48. bls. »1, 39. bls.

3 Sjá íslenzka annála viíí þessi ár.

1 Sturl.’ I, 26. bls. 2I, 22. bls. Safn til sögu íslands II, 34. bls.

s Sturl.1 I. 33. bls. 11, 27. bls.

e Bisk. I, 80. bls. 8. neðanmálsgrein.

7 Sturl.1 I, 9. bls. 21, 8. bls.

8 Safn til sögu íslands II, 3. og 26. bls.

9 Sturl.1 I, 23. bls. 2I, 19. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0218.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free