- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
214

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

214

TJM STURLUNGU.

vitum vjer nú eigi með vissu, enn víst er, að hún var þar, þegar
Snorri sonur hennar kvongaðist (1198),1 og ári síðar, þegar
Sturla Sighvatsson fæddist.2 Líklega hefur hún búið i Hvammi
nokkur ár fram yfir aldamótin 1200. Síðan rjeðst hún til sonar
síns fórðar að Stað á Snæfellsnesi og var fyrir búi hans þar og
síðan á Eyri, enn 1218, þegar Snorri sonur hennar fór utan, fór
hún til hans í Eeykjaholt og var síðan hjá Snorra til
dauða-dags.s Eftir þessu er sagan samin eigi fyr enn í byrjun 13.
aldar.

Sturiu saga getur um mjög fáa menn, sem lifðu löngu eftir
það, að sagan gerðist, og þar sem hún gerir það, getur verið, að
þvi sje síðar við bætt. |>annig rekur sagan ætt Snorra
lögsögu-manns Húnbogasonar niður til Skarð-Snorra prests, »er þar (o:
að Skarði) bjó síðan«.4 Narfi, faðir Snorra prests, dó 1202
(Konungsannáll), og mun Snorri þá hafa verið ungur, því að hann
dó 1260 (Gottskálksannáll).5 |>etta er þvi í fyrsta lagi skrifað
um 1210, enn er eflaust miklu yngra og aukið inn í af
afkom-anda Skarð-Snorra, þeim sem hefur fjallað um Sturlungu. A
öðrum stað rekur sagan ætt niður til miðrar 13. aldar, þar sem
hún telur niðja Vigdísar, systur í>óris hins auðga, og Klepps
prests J>orvarðssonar. Börn þeirra Klepps og Vigdísar, jporvarðr
prestur og Kolþerna,6 bjuggu að Lundi í Eeykjadal hinum syðra
í lok 12. aldar, Kolþerna með manni sínum, Hámundi Gilssyni.
sem átti illdeilur við £>órð rauð.7 |>á nefnir sagan börn
|>or-varðs prests og Oddnýjar Torfadóttur, Árna prest, sem dó

1 Sturl.1 I, 200. bls. 2 1, 202. bls.

2 Sturl.’ I, 200. bls. SI, 201.-202. bls.

3 Sturl.’ IX. 48. og 81. bls., sbr. 87. bls. 2I, 237. og 265. bls., sbr.
270. bls.

4 Sturl.1 I, 54. bls. 2I, 41. bls.

5 Árið 1223 er Skarð-Snorri við tal þeirra Sturlu Sighvatssonar og
þorvalds Vatnsfirðings, Sturl.’ II, 79. bls. 21, 263. bls.

s Sturl.1 I, 97. bls. 21, 77. bls. Síðari útgáfan nefnir Kolþernu hjer
Kolfinnu, enn Kolþerna mun rjettara, því að svo er hún nefnd í
hinu bezta liandriti Sturlungu (AM. 122a fol.) og i eldri útgáfunni
á þessum sama stað, og í Sturl.1 I. 195. bls. 21, 198. bls. er hún
kölluð Kolþerna bæði í eldri og yngri útgáfunni. Á hinum
síðar-nefnda stað er þorvarðr í yngri útgáfunni nefndur þorvaldr, og
mun það prentvilla, sem þó hefur einnig slæðzt inn i
mannanafna-skrá útgáfunnar (II, 460. bls.).

7 Sturl.1 I, 196,—197. bls. 21, 198,—199. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0224.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free