- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
249

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STURLUNGO.

249

lífskjör og æfi höfundarins, kemur þannig vel heim við getgátu
Guðbrands Vigfússonar, að einhver af Ragnheiðarsonum hafi
samið söguna. Samt sem áður verður þetta aldrei meira enn
getgáta, og sumt er jafnvel, sem mælir á móti því, að Tómas
eða Eyvindr sje höfundurinn. Að því er Tómas snertir, er það
til fyrirstöðu, að sagan vitnar til hans sem heimildarmanns, enn
það mundi hún varla gera, ef hann sjálfur væri höfundurinn.
Báðir vóru þeir bræður mægðir við Sturlusonu, því að Tómas
átti Höllu dóttur f>órðar Sturlusonar, enn Eyvindr fórunni,
dóttur Vigdísar, systur Sturlusona, og virðist Eyvindr að minsta
kosti hafa verið vinur Sighvats Sturlusonar og sona hans, þar
sem hann ljet son sinn heita eftir Kolbeini Sighvatssyni.1 Enn
uú er athugavert, að söguhöfundinum liggja óvingjarnlegar orð
til Sighvats Sturlusonar,2 enn við er að búast, ef Eyvindr (eða
jafnvel Tómas) væri höfundurinn. J>riðja bróðurinu Halldór
þekkjum vjer minst, enn það eru engu meiri likur til, að hann
sje höf. enn aðrir menn nákomnir Hrafni, t. d. Sturla
Bárðar-son, frændi hans, eða Sámr prestur Símonarson, mágur hans,3
eða Magnús þórðarson, systursonur hans, sem átti aðild
víg-sakar eftir Hrafn.4 Um fjórða bróðurinn, Krák, hef jeg þegar
tekið það fram, að það er ekki einu sinni víst, að hann hafi
lifað Hrafn.

1 Sturl.1 III, 8., 9. og 27. bls. a II, 2., 3., 8. og 23. bls.

2 Sturl." n, 298, bls. Bisk. I, 662. bls„ sbr. Sturl.3 II, 296. bls. Bisk.

I, 660. bls.

3 í 15. k. er Guðrún syslir Hrafns enn kona Sáms prests tilfærð
sem heimild fyrir vísu Guðmundar Galtasonar (Sturl.1 II, 28. bls.
21, 180. bls. 2II, 300. bls. Bisk. I, 665. bls.). Sáms er getið í 2.
k. (Sturl.2 II, 276. bls. Bisk. I, 640. bls.), sbr. Sturl.1 I, 52. bls.
2I, 192. bls.

’ Um Magnús þennan vitum vjer eigi annað enn það, sem stendur i
lok sögunnar. Meðal þeirra Vestfirðinga, sem fjellu í
Örlygsstaða-bardaga, er talinn Markús Magnússon næstur á eftir Hrafnssonum
Sveinbjarnarsonar, Sveinbirni og Kráki (Sturl.1 II, 225. bls. 1 1,380.
bls.), og er eigi óliklegt, að Markús þessi hafi verið sonur Magnúsar
þórðarsonar, lieitinn eftir Markúsi hinum sterka bróður Hrafns, sem
sagan getur um í 2. k. (Sturl.2 II, 276. bls. Bisk. I, 640. bls.). Vera
kann, að Magnús þórðarson sje sami maður og Magnús prestur í
Aðal-vik, faðir Snorra Magnússonar, þess sem Órækja ljet drepa (Sturl.1

II, 151. og 164. bls. 21, 321. og 331.-332. bls.), enn alt er það
óvíst.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0259.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free