- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
252

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

252

TJM STURLUNGU.

Enu er þó ótalin ein hin merkasta og þýðingarmesta
rök-semd því til sönnunar, að Sturla hafi ekki sjálfur tekið Hrafns
sögu inn í íslendinga sögu sína. Sturlunga sleppir 10 hinum
fyrstu kapítuium af Hrafns sögu og byrjar á 11. k., þar sem
segir frá útkomu þeirra Hrafns og Guðmundar, eða með öðrum
orðum: þar sem prestsaga Guðmundar hættir. Hrafns saga er
þannig í Sturlungusafninu beiniínis áframhaid af prestsögu
Guð-mundar hins góða, eius og lika sjest á inngangsorðunum, sem
Sturiunga hefur í upphali Hrafns sögu: »Nú er þar til að taka,
er fyrr var frá horfit*. pessi orð vísa bersýniiega tii niðurlags
prestsögunuar í málinu á undan. Enn nú het’ jeg áður sannað
það, að Sturla hefur ekki tekið prestsöguna inn í íslendinga
sögu sina. Hiýtur þá hið sama að ganga yfir Hrafns sögu, sem
er áframhald prestsögunnar.

það má þannig álíta fullsannað, að Sturla hafi að eins
laus-lega minzt á vig Hrafns Sveinbjarnarsonar i Íslendinga sögu
sinni, enn vitnað til Hrafns sögu um aðra þá atburði, sem
Hrafns saga skýrir frá. Þetta er einnig í alla staði hið
eðlileg-asta |>að má telja vist, — þótt ekki væri tilvitnanin í
Resens-bók, — að Sturla hafi þekt Hrafns sögu, því að Tómas
|>órar-insson, sem manna mest er riðinn við samning Hrafns sögu, að
minsta kosti sem heimildarmaður, átti systur hans Höliu. Haíi
Sturla sjálfur átt afskrift af Hrafns sögu, sem ekki er ólíklegt,
hefur hann álitið það óþarfa, að taka hana í heild sinni eða
part af henni inn í rit sitt. Hins vegar gat hann eklu gengið
alveg þegjandi fram hjá hinum merkilegu deilum þeirra forvaids
og Hrafns, enn þar sem til var sjerstök saga um þetta efni, gat
hann látið sjer nægja, að drepa að eins á helzta viðburðinn, vig
Hrafns, enn visa að öðru leyti til sögunnar.

Það er mikið lán að bin sjerstaka Hrafns saga hefur geymzt
tii vorra tíma, því að ef vjer berum hana saman við Sturlungu,
fáum vjer nokkra hugmynd um meðferð þess manns, sem tók
Sturlungu saman, á sögum þeim, sem hann inniimaði i safn
sitt. í Hrafns sögu Sturiungu sjest alstaðar nokkur, enn þó

hvort Guðhrandur Vigfússon hefur rjett fyrir sjer, þar sem hann
tekur frásögnina um sólarsteininn og kyrtilinn inn í íslendinga
sögu. Liklegra þykir mjer, að Resensbókarsagan hafi þetta úr
Hrafns sögu líkt og kaflann um utanferð Guðmundar og Hrafns.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0262.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free