- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
254

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

254

DM STDRLDNGD.

8. þáttur.
Um afstöðo islendinga sögn og Áróns sögu.

íslendinga saga segir allnákvæmlega frá æfintýrum Aróns
Hjörleifssonar. Hún minnist þess, að hann hafi vaxið upp í
Hítardal hjá Þorláki Ketilssyni1, og fylgir honum síðan norður
fyrir land, þegar hann fór þangað til liðs við Guðmund biskup
Arason með Eyjólfi Kárssyni og segir frá því, að hann var í
að-förinni að Tuma Sighvatssyni, og frá viðureign hans við Sturlu
Sighvatsson í Grímsey og undankomu þaðan, enn fremur frá
sekt hans og hrakningum þeim, er hann varð fyrir í sektinni.
þangað til liann komst utan. Frá öllum þessum atburðum er
og sagt í Áróns sögu. |>að er því nauðsynlegt að rannsaka
af-stöðu íslendinga sögu við sögu Áróns. Hjer má nú hugsa sjer
eitt af fernu, annaöhvort hefur höf. íslendinga sögu haft fyrir
sjer Áróns sögu, eða höf. Aróns sögu hefur haft fyrir sjer
Is-lendinga sögu, eða höfundar beggja sagnanna hafa liaft fyrir sjer
eitt sameiginlegt frumrit, eða báðar sögurnar eru sjálfstæðar og
hvor annari óháðar. Úr þessu verður rannsókn sú að skera, sem
hjer fer á eftir.

Á rannsókn þessari er nokkru meira vandhæfi, enn ella
mundi, vegna þess að hin sjerstaka Áróns saga er ekki til vor
komin heil og óbreytt frá hendi höfundarins. »Hún var á 17.
öld að eins til á einni skinnbók, og þaðan eru öll önnur
hand-rit hennar komin. Bók þessi er Nr. 551d. í 4° í safni Árna,
enn nú er ekki til nema 1 örk (8 blöð) af henni; á fyrra hluta
arkarinnar, b1^ blaði, er síðari helmingur sögunnar, enn á 2*/2
siðasta blaði er upphaf |>órðar sögu hreðu. Bókin er allvel
rituð, í lok 14. aldar á að gizka . . . Á miðri 17. öld var bókin
í Skálholti, og var þá fyllri enn nú«; þó vantaði þá 2 blöð í
hana, sitt á hvorum stað í sögunni; »er til afskrift sjera Jóns
Erlendssonar i Villingaholti af Áróns sögu þessari (AM. 212.
folio) . . J>essi afskrift sjera Jóns er einhver hin lakasta, sem
til er frá hans hendi, því að skinnbókin hefur að framan verið
mjög máð; . . . þar að auki er nú ekki svo vel, að vjer höfum
afskrift sjera Jóns heila, því mörg blöð hafa týnzt úr henni;
verðum vjer því að bjargast við afskrift á aðra hönd, ritaða í

1 Sturl.1 II. 43. bls. 2I, 233. bls

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0264.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free