- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
322

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

322

UM STUBLUNGU.

hafa þeir aukvisar verit í Haukdælaætt, er svá hafa heitit hér
til.« J>etta er lof um Gizur, sem varla er líklegt, að Sturla hafi
samsett, því að hann er því ekki vanur annars í íslendinga
sögu, að lýsa Gizuri sem neinum hreystimanni eða hetju.
Kapí-tulinn er og alveg dþarfur í íslendinga sögu, því að þar er áður
búið að geta um fæðingu Gizurar í greininni um forvald, sem
stendur í Resensbók á sínum upphaflega stað, enn safnandi
Sturlungu hefur kloíið sundur i tvent og skeytt iun i
Haukdæla-þáttinn i tvennu lagi, eins og áður er sýnt.

í 40. kap. íslendinga sögu (eftir Sturl.2) stendur í miðri
frásögninni um víg Orms Jónssonar í Vestmannaeyjum, svo lítil
grein, sem vafalaust er innskotsgrein, svo látandi: »Magnús
biskup Gizurarson kom út. tveim vetrum áðr«. J>essi grein getur
ekki verið upphafleg hjer á þessum stað, því að hún slítur sundur
frásögnina og stendur i engu sambandi við það, sem sagt er frá
á undan og eftir. Líklega er hún komin inn úr Gizurar sögu,
þar sem hún snertir einn hinn helzta höfðingja af
Haukdæla-ætt. Líklega hefur útkoma Magnúsar biskups (frá biskupsvígslu)
verið þar miðuð við víg Orms, enn safnandi Sturlungu hefur
kipt þvi út úr því sambandi, sem það stóð í þar, og sett það inn
á þessum stað.

Vorið 1223 gekk Sturla Sighvatsson að eiga Solveigu
Sæ-mundardóttur, og stóð brúðkaup þeirra í Hruna hjá forvaldi
Gizurarsyni. Við brúðkaupið var faðir brúðgumans, Sighvatr
Sturluson, vinur porvalds, og er sagt, að þorvaldr hafi þá látið
kalla fram fyrir þá Sighvat börn sín, fyrst börn þeirra Jóru
biskupsdóttur, og þótt miklu skifta, að Sighvati litist vel á
börnin. Sighvatr horfði á börnin um hríð og sagði, að færri
mundu merinilegri. »J>á gengu póru börn fram, ok stóð Gizurr
fyrir þeim frammi, ok helt forvaldr i hendr hónum ok mælti:
’Hér er nu ástin mín, Sighvatr bóndi, ok hér þætti mér
all-miklu varða, at þér litisk giptusamlega á þenna mann’.
Sig-hvatr varð um fár ok horfði á hann langa stund, en Gizurr stóð
kyrr ok horfði einarðlega í móti. Sighvatr tók þá til orða, ok
heldr stutt: ’Ekki er mér um yglibrún þá’. Ok er Sighvatr tók
þannig orðum í, þá hvarf porvaldr af þessu máli«.1 Jón
í>or-kelsson rektor fer um þetta svo feldum orðum í Gizurar sögu
sinni: »Frásögn þessi er ekki laus við að vera tortryggileg. Hér

1 Sturl.1 II, 78. bls. 2 1, 262. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0332.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free