- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
325

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

DM STURLDNGD.

325

hvergi, hvernig faðir hans eða föðurbræður vóru í vexti eða
yfir-bragði. Hví skyldi hann þá hafa gert Gizuri hærra undir höfði?
Þar að auki er Gizuri lýst mjög vel hjer á þessum stað, svo
vel, að engin likindi eru til, að Sturla hafi samið lýsinguna, t.
d. þar sem sagt er, að Gizurr hafi jafnan þótt »hinn
drengi-legsti til ráðagjörða».1 Að þetta sje innskotsgrein, sjest og á
þvi, að fiest af því, sem hún skýrir frá, hefur verið sagt áður,
svo að greinin er alveg óþörf. £að er sagt áður, að Gizurr hafi
búið að Reykjum í Ölfusi um þessar mundir,2 að hann hafði
gerzt skutilsveinn i utanför sinni,3 og að vel var með þeim
Snorra Sturlusyni.4 Ofsa Sturlu Sighvatssonar er og búið að
lýsa greinilega i sögunni á undan, svo að óþarfi var að taka
það upp aftur í miðri lýsingunni á Gizuri. Af þessum
ástæð-um tel jeg það sjálfsagt, að öll sú grein, sem hjer ræðir um, sje
komin inn í Sturlungu úr Gizurar sögu. fað er að eins ein
Htil málsgrein í henni, sem safnandi Sturlungu hefur annaðhvort
tekið eí’tir íslendinga sögu eða bætt við frá sjálfum sjer. par
sem sagt er, að Gizurr hafi jafnan verið »inn drengilegsti til
ráðagjörða«, bætir Sturl. við: »En þó bar svo opt til, þá er
hann var við deilur höfðingja eða venzlamanna sínna, at hann
var afskiptalítill, ok þótti þá eigi víst, hverjum hann vildi veita«.
Þessi málsgrein stingur svo í stúf við orðin, sem á undan fara,
að það er óhugsandi, að þau sjeu eftir sama höfund. f>au lýsa
framkomu Gizurar í málum manna alveg með sömu orðum og
henni er lýst í íslendinga sögu á þeim stöðum, sem fyr var
getið (»þótti þá eigi víst hverjum hann vildi veita«). Líklegast
Þykir mjer, að safnandi Sturlungu hafi bætt þessu við frá
sjálf-Ulö sjer. Honum hefur fundizt þetta vanta í lýsingu Gizurar,
eftir þyí sem hann kemur fram síðar í sögunni, og því skotið

1 Sbr. frásögn Sturlu um ráðagjörðir Gizurar við Kolbein unga og
aðra á undan vígi Snorra, og þá staði, sem áður var getið, þar
sem Sturla gefur í skyn, að Gizurr bafi verið óheill og tvöfaldur.

s Sturl.’ II, 184. bls. s I, 347. bls.

3 Sturl.1 II, 124. bls. 21, 299. bls.

4 Sturl.1 II, 184. bls. a I, 347. bls. þessi grein sver sig í ættina til
Sturlu með viðbótinni um, að góð orð haíi farið milli Gizurar og
Sturlu, fjandmanns Snorra. um þetta sama leyti. Hjer í 126. k.
er engin slik viðbót, sem og er eðlilegt, ef þetta er úr Gizurar
sögu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0335.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free