- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
348

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

348

UM STURLUNGtJ.

af uiörgu, sem bendir til, að Gizurar saga muni ekki vera
skrá-sett í átthögum Gizurar, heldur norðanlands, i Skagafirði.1

Nú kemur í útgáfunum langur kafli úr þorgils sögu, sem
nær yfir 293.—315. k. í síðari útgáfunni.2 Segir hjer frá æfi
þorgils eftir fverárfund, dauða hans og greftrun. í 122 A er
alt þetta hnept saman í fáeinar línur, sem segja að eins frá vígi
porgils og missætti þeirra porvarðs.

J>á er sagt frá vígi Teits Einarssonar lögsögumanns og
af-drifum Hólmdælunnar og Gróbúzunnar, sem týndust sumarið
eftir, að J>orgils var drepinn (316. k. í Sturl.2). Með þessum
skipum er sagt, að margir brennumenn og Fagranessmenn hafi
ráðið sjer far. Er því líklegt, að þetta sje úr Gizurar sögu.
f>að sjest og á því, hversu kunnugur höfundurinn er
skipagöng-um fyrir norðan. Auk þeirra tveggja skipa, sem nú vóru nefnd,
getur hann einnig um þriðja skipið, sem var í Kolbeinsárósi í
Skagafirði, og nefnir stýrimanninn, og segir, að Jörundr prestr,
er síðar varð biskup, hafi ætlað utan með Gróbúzunni, enn
hestur hans hafi fótbrotnað i Mælifellsdal á leiðinni norður, og
hafi hann því farið utan með skipinu i Kolbeiusárósi. Alt er
þetta vottur um kunnugleika höfundarins í Skagafirði.3

í 317. k. segir fyrst frá utanför Gizurar árið 1254, hvar
hann hitti Hákon konung og hverjar viðtökur hann fjekk. f>etta
virðist vera úr Gizurar sögu. J>á kemur kafli um ]pórð kakala, sem
auðsjáanlega er endirinn á |>órðar sögn og endar á orðuuum:
»Er frá hónum mikil saga«. Síðan er aftur sagt frá Gizuri, að
Hákon gaf honum jarlsnafn og veitti honum aðrar sæmdir og
skip-aði honum Norðlendingafjórðung og Sunnlendingafjórðung og
Borg-arfjörð. Síðast í kapítulanum er sagt frá því, hvað Gizurr var
gainall, a) þegar hann varð jarl, b) þegar hann gekk suður, o)
þegar Örlygsstaðafundur varð, d) þegar hann varð skutilsveinn,
að hann skorti vetur á tug, þegar alt þetta varð. Líkt áratal
er áður í 126. k. (Sturl.2), því að þar er einmitt tekið fram
þetta sama, hvað Gizurr var gamall, þegar hann gerðist
skutil-sveinn, og að hann hafði átta um tvítugt, þegar Magnús biskup,
föðurbróðir hans, og Guðmundr biskup dóu. Vjer höfum áður
sjeð, að 126. k. hlýtur að vera úr Gizurar sögu, og hlýtur þá

1 Sturl.1 III, 251.-254. bls. ’II, 219,— 221. bls.

J Sturl.1 III. 254,—284. bls. ’II, 222.-248. bls.

3 Sturl.1 III, 284.-285. bls. 2 II, 248.-249. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0358.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free