- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
362

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

362

DM STDRLDNGD.

201. k. er úr |>órðar sögu og segir frá norðurferð fórðar
kakala og frá því, er hann settist að föðurleifð sinni í Eyjafirði.
Síðast í þessum kapítula er sagt frá því, að fylgdarmenn
Kol-beins fiestir hafi enn verið með Helgu, ekkju Kolbeins, er þeir
menn fóru vestur um, rjett eftir Maríumessu, er fylgt höfðu
J>órði norður að vestan. petta kemur heim við það, sem áður
er sagt í 200. k., að fylgdarmenn Kolbeins hafi ekki farið að
Stað til Brands fyr enn um haustiö. Enn röðin sýnir, að þetta
hlýtur að vera tekið sitt úr hverri sögu, þar sem síðar er sagt
frá þvi, er fyr gerðist.1

202. k. byrjar á því að segja frá, að Brandr Kolbeinsson
hafi átt bú »á Stað í Shagafirði«, þegar pórðr kom norðr, eins
og ekki væri búið að segja frá því áður, enn það or gert í
200. k. Endurtekningin sýnir, að þetta muni vera tekið úr
|>órðar sögu, enn 200. k. úr Gizurar sögu, sem áður var sagt.
Viðbótin »í Skagafirði* um Stað í 202. k. bendir og til, að
höf-undur þess kapítula muni ekki hafa verið Skagfirðingur, og er
því eðlileg í fórðar sögu, enn væri óeðlileg í Gizurar sögu, enda
er bærinn að eins kallaður »Staðr« án viðbótar í 200. k. Rjett á
eftir þessari stuttu athugasemd er það sagt, að Brandr hafi verið
vin-sæll og örlátur, og er það sannað með vísum Ingjalds
Geirmund-arsonar. Öll þessi grein virðist beinlínis vera áframhald 200.
kapítula, og því úr Gizurar sögu, eins og líka efnið bezt sýnir.
Aftur á móti virðist það, sem eftir er kapítulans, frá orðunum :
»Fylgðarmenn Kolbeins, er verit höfðu . . .«, vera úr þórðar
sögu. Helzt gæti þetta verið vafasamt um þá hina litlu grein,
er segir frá ráðanautum Brands. Enn, þegar betur er að gáð,
verður hún einmitt bezta sönnunin fyrir því, að þetta sje úr
fórðar sögu, því að hún telur tvo menn sem ráðanauta Brands,
sem áður er sagt um í 200. k., að þeir hafi löngum verið með
Brandi um veturinn, og eru það þeir Broddi forleifsson og
Ás-björn Illugason. Endurtekningin sýnir, að safnandinn hefur hjer
haft 2 sögur fyrir sjer.1

f>á kemur í 203. k. brjefið frá Brandi til Gizurar, og hef
jeg þegar hjer að framan talið það líklegt, að það væri tekið
úr Gizurar sögu. Nú kemst það í sitt rjetta samband við efnið

1 Sturl.1 ra. 78.-79. bls. 3II, 66.-67. bls.

2 Sturl.’ III, 79.-S0. bls. 2 II, 67.-68. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0372.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free