- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
369

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

369

legu Svínfellinga sögu. fetta sjest og ljóslega á því, að alla hina
fyrtöldu kapítula, sem þar eru í milli, vantar í 122A, sem því
hefur einnig á þessum stað geymt hinn upphaflega texta
Svín-fellinga sögu, og fleiri rök má tilfæra. 212. k., sem kemur næst
á eftir S. 9a, byrjar á orðunum: »Um sumar it fyrra hafði
fórðr riðit suðr til Hváls«, og segir svo frá viðskiftum |>órðar
og Oddaverja. í S. 9a var sagt frá alþingi sumarið 1250. Orðin
»um sumar it fyrra« vísa því aftur í tímann til sumarsins 1249,
og er það tímatal alveg rjett, því að það hlýtur að hafa verið sumarið
1249, að |>órðr reið á Kangárvöllu og kúgaði Sæmundarsonu til
utanferðar, eins og Eggert Brím hefur sýnt.1 Enn einmitt það,
að frásögnin grípur hjer aftur fyrir sig og hefur ekki þessa
við-burði í rjettri tímaröð, sýuir ljóslega, að 212. k. muni ekki
upp-haflega vera úr Svínfellinga sögu. Vjer höfum áður bent á það,
að bæði 212. og 213. k. segja frá utanferð f>órðar kakala, enn
frá þessu er áður sagt í S. 9a. fessi þrefalda endurtekning
sýnir, að þessir þrír kapitular (S. 9a, 212. og 214.) hljóta að vera
hvor úr sinni sögunni. Efnið í 212., 213. og 214. k. er og
Svínfellinga sögu alveg óviðkomandi. Og um S. 8 er það áður
tekið fram, að sá kapítuli er framhald af S. 7b, enn áður er
sýnt, að S. 7b er innskotsgrein í Svínfellinga sögu, og hlýtur þá
hið sama að ganga yfir S. 8. f>ar að auki kemur S. S ekki inn á
rjettan stað í Svínfellinga sögu eftir tímatali. |>eir viðburðir,
sem S. 8 segir frá, gerast allir sumarið 1251, næsta ár eftir
utanför J>órðar kakala. Enn S. 9b, sem er næst á eftir S. -8 í
pappírshandritunum, tekur upp aftur þráð Svínfellinga sögu, þar
sem frá var horfið í S. 9a, og segir frá því, sem gerðist eftir
alþingi 1250, frjettaburðinum austur og fjeránsdóminum í
Kirkju-bæ eftir Ogmund. Hjer er því eftir röð pappírshandritanna fyr
sagt frá því, er síðar gerist, og sýnir það, þó ekki væri annað,
að S. 8 er innskotsgrein í Svínfellinga sögu.2

1 Arkiv för nord. filol. VIII (N. F. IV), 359. bls. Eggert Brím heldur,
að í 212. k. eigi að lesa >um sumarit fyrr<, eins og stendur í
Sturl,1 (III, 104. bls.), enn það kemur af því, að hann hefur ekki
gætt þess, hvar 212. k. stendur í handritunum, að hann kemur
næst á eftir frásögn Svínfellinga sögu um alþingi 1250, og hefur
látið síðari útgáfuna villa sjónir fyrir sjer.

2 Guðbrandur Vigfússon hefur sjeð það rjett, að S. 8 er áframliald af
S. 7b, og hefur því fært S. 8 fram fyrir S. 9a og sett hann næst
á eftir S. 7b. Enn hann gætir þess ekki, að þessi röð kemur í

24

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0379.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free