- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
371

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

371

vináttu bæði við Oddaverja og |>órarinssonu. J>að er því eigi
ólík-leg tilgáta, að þessir kapítular allir (212. og 214. k., og S. 7b og
S. 8) sjeu úr Gizurar sögu og liafi böfundur hennar viljað segja
nokkuð frá því, sem drifið bafði á daga þessara manna, áður enn
þeir fara verulega að koma við söguna í síðari hluta hennar.
Merkilegt er og það, að S. 7b virðist hafa orðin norðan og
norðr í óvanalegri merkingu. J>að er sagt, að Oddr hafi farið
:tnorðan« að Sæmundi, og Sæmundr gert menn morðra. á móti
Oddi. Enn nú bjó Oddr um þetta leyti á Austurlandi, og þýðir
því imorðan* og »norðr«, sama sem austan og austr. pessi
brúkun orða þessara er alveg óskiljanleg, ef frásögnin er samin á
Síðunni eða á Austurlandi. Enn ef höfundurinn er Norðlendingur,
þá er það ekki óeðlilegt, að hann kalli stefnuna úr hinum nyrðri
hjeröðum Austfirðingafjórðungs í syðri hjeröðin »norðan«, enn
hina gagnstæðu stefnu »norðr«, því að honum hefur þá ekki
verið kunnug máltízka sveitanna sjálfra. J>etta bendir til, að S. 7b
og S. 8 sje samið fyrir norðan, eins og Gizurar saga, og styrkir
þá skoðun, að það sje úr Gizurar sögu. Öðrum sögum er hjer
ekki heldur til að dreifa, úr þvi bæði Svínfellinga saga og
J>órðar saga ganga frá, nema ef nokkur skyldi ætla, að til hefði
verið sjerstök saga af J>órarinssonum og Oddaverjum, er þetta
væri leifar af. Enn til þess skortir öll önnur rök.1

216. k. (Sturl.2) segir frá alþingi árið 1252. Er fyrst sagt
frá því, að Eyjólfr forsteinsson hafi riðið til þings með sex
hundruð manna, og er það líklega úr J>órðar sögu. Enn þá
segir frá Gizurarsonum, að þeir fjölmentu og til þings og að
Hallr hafði áður látið drepa biskups-Börk, fylgdarmann fórðar
kakala. Efnið bendir til, að þetta muni vera úr Gizurar sögu,
og er það sömuleiðis því til stuðnings, að á eftir þessari grein
er það sagt, að Broddi forleifsson og Páll Kolbeinsson hafi
gengið á milli Eyjólfs og Gizurarsona, svo að þeir hafi eigi náð að
berjast. f>á kemur grein um Odd |>órarinsson, að hann hafi gert
Hrana Koðransson sekan skógarmann fyrir keyrishögg það, er
hann hafði lostið Filippus Sæmundarson, þegar J>órðr kakali
sótti Filippus heim, og er getið lauslega um drukknun
Sæmund-arsona. J>etta er því bersýnilega framhald sögunnar um
Odda-verja og J>órarinssonu, og sjerstaklega bendir það aftur til 212.
og 214. k., sem segja frá keyrishögginu og drukknun Sæmund-

1 Sturl.1 m. 103.-108. bls. 2II, 80,—82. og 89.-91. bls.

24*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0381.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free