- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
381

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

381

Kolbeins í sjóferðina gegn fórði (á undan Flóabardaga), og er
sú frásögn allnákvæm, svo að líkur eru til, að bjer bafi Gizurar
saga verið böfð til hliðsjónar. Að upphafið á 192. k. sje úr
Gizurar sögu, styrkist og við það, að Hrani Koðransson er þar
nefndur sem einn skipstjórnarmaður Kolbeins. En vjer höfum
áður tekið fram, að miklu síðar í sögunni, í 213. k., sem eflaust
er úr jpórðar sögu, er Hrani nefndur á þann hátt, að auðsjeð er,
að hans muni ekki hafa verið áður getið í sögunni. Af þessu
virðist mega ráða, að alt skipstjóratalið og lýsingin á skipunum
í 192. k. sje ekki úr £órðar sögu, heldur úr Gizurar sögu. Enn
þetta stendur aftur í svo nánu sambandi við söguna um
skipa-aðdrættina i upphafi 191. k„ að eitt verður yfir það alt að ganga.
í>að sem segir um landferð Brands vestur í Miðfjörð, er og sagt
frá sjónarmiði Norðanmanna, og eins niðurlag kapítulans um
það, að Brandr reið norður aftur, er hann spurði liðssafnað Sturlu
pórðarsonar. fetta er því að öllum líkindum úr Gizurar sögu,
enn inn í þessa frásögn er aukið sögunni um liðssafnað Sturlu og
ferð hans norður yfir Haukadalsskarð, og er það alt sagt frá
sjón-armiði fórðar sögu og vafalaust tekið úr henni.1

Frásögnin um Flóabardaga í siðari hluta 192. k. og í 193.
k. virðist mestöll vera úr |>órðar sögu. |>ó er líklegt, að sagan
um viðbúnað þeirra Kolbeins, áður fundum bar saman, í 192. k.,
og um fyrirsögn hans um orustuna og eggjun sinna manna í
193. k. (eftir vísurnar) sje úr Gizurar sögu, og fleira kann það
að vera, enn nú er mjög ervitt að greina það úr. 194. k., um
undankomu fórðar, er vafalaust úr fórðar sögu. Aftur á móti
segir 195. k. frá því, hvað þeir Kolbeinn höfðust að eftir
bar-dagann, og er hann víst að mestu úr Gizurar sögu. Síðast í
þessum kapítula er ræða, sem Kolbeinn hjelt, og minnir hún á
ræðu Gizurar fyrir liði sínu á undan Örlygsstaðabardaga. í 196.
k. víkur sagan aftur að J>órði, og er bann efiaust úr þórðar
sögu. 197. k. heldur fyrst áfram sögunni um ferð Kolbeins
vestur, enn sögublærinn virðist þó heldur mæla með því, að þetta
sje úr pórðar sögu, t. d. það sem segir um hvalatöku Kolbeins
og hvalabrennu. Vera kann, að blandað sje sögunum. Enn brátt
víkur sagan að J>órði og segir frá njósnum hans og liðssafnaði,
og er það eflaust úr |>órðar sögu. J>að sem sagan segir um
komu Kolbeins í Æðey og trúnaðareiða ísfirðinga við hann, gæti

1 Sturl.1 III, 59,—61. bls. s II, 51,—53. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0391.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free